Wales
4
1
Ísland
0-1
Andri Lucas Guðjohnsen
'8
Liam Cullen
'32
1-1
Liam Cullen
'45
2-1
Brennan Johnson
'65
3-1
Harry Wilson
'79
4-1
19.11.2024 - 19:45
Cardiff City Stadium
Þjóðadeildin
Dómari: António Nobre (Portúgal)
Áhorfendur: Um 30 þúsund
Cardiff City Stadium
Þjóðadeildin
Dómari: António Nobre (Portúgal)
Áhorfendur: Um 30 þúsund
Byrjunarlið:
12. Danny Ward (m)
3. Neco Williams
4. Ben Davies
6. Joe Rodon
8. Harry Wilson
11. Brennan Johnson
('89)
15. Liam Cullen
16. Ben Cabango
18. Mark Harris
('65)
20. Daniel James
('73)
22. Joshua Sheehan
('89)
Varamenn:
1. Karl Darlow (m)
21. Tom King (m)
2. Chris Mepham
5. Rhys Norrington-Davies
7. Joe Allen
('65)
9. Lewis Koumas
10. David Brooks
13. Rubin Colwill
14. Connor Roberts
('89)
17. Jordan James
('89)
19. Sorba Thomas
('73)
23. Jay Dasilva
Liðsstjórn:
Craig Bellamy (Þ)
Gul spjöld:
Craig Bellamy ('59)
Brennan Johnson ('72)
Sorba Thomas ('88)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Slæmt tap í Cardiff
Eftir stórmagnaða byrjun á leiknum fór allt til fjandans og Wales vinnur leikinn 4-1.
Þökkum fyrir samfylgdina hér í Cardiff, þangað til næst, veriði sæl.
Þökkum fyrir samfylgdina hér í Cardiff, þangað til næst, veriði sæl.
91. mín
Erfitt að horfa á þetta
Eftir stórkostlega byrjun á leiknum hefur verið erfitt að horfa á leikinn þróast í martröð. Allt frá því að Orri fór meiddur af velli og þeir tóku forystuna rétt fyrir hálfleiksflautið.
Þetta hrundi svo eins og spilaborg í seinni hálfleiknum.
Þetta hrundi svo eins og spilaborg í seinni hálfleiknum.
85. mín
Sorba Thomas tekur spyrnuna inn á teiginn sem hrekkur út í teiginn en við náum að koma boltanum í burtu að lokum.
79. mín
MARK!
Harry Wilson (Wales)
Harry Wilson að klára þetta
Danny Ward kemur með langan bolta upp á Liam Cullen sem er í baráttunni við Sverri Inga. Wilson fær svo boltann og lætur vaða fyrir utan teig á markið og skorar. Wilson er með rosalega löpp og sýndi það þarna.
Þótt íslenska liðið sé búið að skapa sér mikið af færum þá þurfum við að verjast líka.
Þótt íslenska liðið sé búið að skapa sér mikið af færum þá þurfum við að verjast líka.
77. mín
Svartfjallaland 3-1 Tyrkland
Svartfellingar að skora þriðja markið sitt. Þeir voru án stiga fyrir leik og Tyrkir á toppnum. Wales er á leiðinni beint upp í A deildina.
76. mín
Heimamenn taka sér nægan tíma í allar sínar aðgerðir og eru ekkert að flýta sér enda á toppi riðilsins þar sem Tyrkland er að tapa gegn Svartfjallalandi þessa stundina.
71. mín
Mikill æsingur
Arnór Ingvi brýtur á Harry Wilson og það myndast mikill æsingur á miðjum vellinum í kjölfarið.
65. mín
MARK!
Brennan Johnson (Wales)
Neineineinei...
Stefán Teitur tapar boltanum á miðjum vellinum og Liam Cullen kemur boltanum út á Brennan Johnson. Hann keyrir inn á teiginn og klárar mjög vel á móti Hákoni.
Valgeir hrasar niður við að elta Brennan Johnson niður völlinn en fær ekkert fyrir sinn snúð.
Valgeir hrasar niður við að elta Brennan Johnson niður völlinn en fær ekkert fyrir sinn snúð.
61. mín
Jón Dagur!
Hvað þurfum við mörg færi?!
Mikael Egill kemur boltanum fyrir markið á Jón Dag sem tekur boltann niður fyrir sig og lætur vaða en skotið fer langt yfir. Við þurfum að nýta þessi færi betur!
Mikael Egill kemur boltanum fyrir markið á Jón Dag sem tekur boltann niður fyrir sig og lætur vaða en skotið fer langt yfir. Við þurfum að nýta þessi færi betur!
61. mín
Harry Wilson keyrir upp í skyndisókn og tekur skotið á Hákon sem fer beint á hann. Ekki fyrsta skotið sem Hákon hefur tekið svona. Bara með því að standa.
59. mín
DAUÐAFÆRI!
Jón Dagur kemur boltanum fyrir á Andra Lucas sem nær ekki að setja boltann inn af stuttu færi og Walesverjar hreinsa frá. Okkar menn mótmæla og vilja hendi víti en fá ekkert fyrir sinn snúð.
59. mín
Gult spjald: Craig Bellamy (Wales)
Gult fyrir að vera hann
Gummi Ben segir í lýsingunni að Bellamy fái hér gult spjald bara fyrir að vera hann.
58. mín
Staðan í riðlinum
Þegar þetta er skrifað eru Svartfellingar að finna Tyrkland 2-1 og við erum að tapa 2-1 gegn Wales. Ef þessir leikir enda þannig endar riðillinn svona.
1. Wales - 12 stig
2. Tyrkland - 11 stig
3. Ísland - 7 stig
4. Svartfjallaland - 3 stig
1. Wales - 12 stig
2. Tyrkland - 11 stig
3. Ísland - 7 stig
4. Svartfjallaland - 3 stig
55. mín
Ben Davies skallar á markið en Hákon blakar boltanum aftur fyrir.
Næsta spyrna kemur inn á teiginn en fer í gegnum allan pakkann og aftur fyrir í markspyrnu.
Næsta spyrna kemur inn á teiginn en fer í gegnum allan pakkann og aftur fyrir í markspyrnu.
52. mín
Inn með þetta!
Spyrnan kemur á nærsvæðið þar sem Andri Lucas er aleinn inni á teignum og tekur skotið en hann hittir ekki boltann almennilega. Þá fær Jón Dagur fínan séns en skotið hans fer rétt framhjá.
Núna þurfum við að koma boltanum í netið en við erum allaveganna farnir að banka hressilega!
Núna þurfum við að koma boltanum í netið en við erum allaveganna farnir að banka hressilega!
51. mín
Ískand að fá horn!
Mikael Egill fær boltann frá Andra Lucasi eftir að Jón Dagur vann boltann ofarlega á vellinum. Mikael tekur skotið í fyrsta sem Danny Ward ver aftur fyrir í hornspyrnu.
50. mín
Heimamenn byrja seinni hálfleikinn af krafti
Mikil orka í heimamönnum þessar upphafsmínútur í seinni hálfleiknum. Vonandi ná okkar menn að snúa því við sem allra fyrst.
46. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jói hefur lokið leik. Sverrir Ingi tekur við fyrirliðabandinu.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks
Með boltann: 63% - 37%
Marktilraunir: 7-6
Sóknir: 21-15
Hornspyrnur: 3-1
Marktilraunir: 7-6
Sóknir: 21-15
Hornspyrnur: 3-1
45. mín
MARK!
Liam Cullen (Wales)
+1
Gjöf frá okkur.
Valgeir með slaka sendingu og við töpum boltanum á vondan hátt á miðsvæðinu, Daniel James kemst í dauðafæri, Hákon ver frá honum en boltinn á Cullen sem er með opið mark og skorar sitt annað.
Valgeir með slaka sendingu og við töpum boltanum á vondan hátt á miðsvæðinu, Daniel James kemst í dauðafæri, Hákon ver frá honum en boltinn á Cullen sem er með opið mark og skorar sitt annað.
45. mín
2 mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks
Wilson með hættulegt skot úr teignum en sem betur fer er það slappt og beint á Hákon í markinu.
43. mín
JOHNSON Í DAUÐAFÆRI EN HÁKON VER
Töpuðum boltanum í miðjuhringnum og Wales fékk stórhættulega sókn. Hákon varði fast skot Johnson.
42. mín
Andri Lucas enn og aftur
Ísak skallar boltann á Andra sem á skot úr teignum en hittir ekki markið.
39. mín
Hættuleg sókn Íslands!
Jón Dagur með tilraun og Wales bjargaði nánast á marklínu eftir þunga sókn.
37. mín
Jói Berg með spyrnuna og Andri Lucas í hörkufæri en stýrir boltanum töluvert framhjá!
32. mín
MARK!
Liam Cullen (Wales)
Stoðsending: Brennan Johnson
Stoðsending: Brennan Johnson
Heimamenn hafa jafnað
Fyrirgjöf inn í teiginn og Cullen nær að stinga sér framfyrir Alfons og skalla boltann inn. Frábær stoðsending frá Johnson.
30. mín
Wilson reyndi sendingu í teiginn en Sverrir las þetta eins og opna bók og skallaði boltann frá.
28. mín
Harry Wilson lykilmaður Wales að kveinka sér og þarf aðhlynningu. Heldur leik áfram.
26. mín
Inn: ()
Út:Orri Steinn Óskarsson ()
Mikael átti frábæra innkomu í Svartfjallalandi.
25. mín
Orri þarf að fara útaf
Ekki góð tíðindi. Orri getur ekki haldið leik áfram og haltrar af velli. Mikael Egill að gera sig kláran.
24. mín
Liam Cullen leikmaður Wales og Swansea reynir skot af löngu færi en boltinn beint á Hákon í markinu.
Leikurinn svo stopp því Orri þarf aðhlynningu. Hareide notar þetta stopp eins og leikhlé.
Leikurinn svo stopp því Orri þarf aðhlynningu. Hareide notar þetta stopp eins og leikhlé.
20. mín
Jói Berg brýtur af sér og Wales fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Wilson með spyrnu inn í teiginn og Arnór skallar boltann afturfyrir. Heimamenn fá horn.
Orri x Andri er blanda sem virkar.
— Max Koala (@Maggihodd) November 19, 2024
12. mín
Johnson reynir fyrirgjöf sem Valgeir kemst fyrir, boltinn skýst aftur í Johnson. Markspyrna.
11. mín
Bellamy augljóslega mökkpirraður á hliðarlínunni
Ísland stýrt ferðinni algjörlega hér í byrjun. Geggjuð byrjun.
10. mín
Stuðningsmenn Wales eru slegnir með þessa byrjun
Það ma heyra saumnál detta á Cardiff City leikvangnum.
8. mín
MARK!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Orri Steinn Óskarsson
Stoðsending: Orri Steinn Óskarsson
ÍSLAND KEMST YFIR!!!! ÞARNAAAAA!!!!!!
Jóhann Berg með sendingu inn í teiginn, Orri á skalla sem Ward nær að verja en Andri Lucas nær frákastinu og kemur boltanum milli fóta Ward!
Alvöru byrjun!
Alvöru byrjun!
6. mín
ÍSAK BERGMANN!! WARD VER
Orri sterkur og kemur boltanum til hægri á Ísak sem á skot sem Ward nær að slá yfir markið! Hornspyrna sem við náum ekki að gera okkur mat úr.
4. mín
Aukaspyrna inn í teiginn hjá Wales en heimamenn koma boltanum frá. Jóhann Berg með spyrnuna.
1. mín
Leikurinn er farinn í gang
Við Íslendingar aftur alhvítir frá toppi til táar. Við hófum leik. Mikil stemning og Walesverjar tóku rækilega undir í þjóðsöngnum.
Fyrir leik
Það er hress hópur Íslendinga hérna beint fyrir framan okkur í fréttamannastúkunni. Sungið og trallað og íslenski fáninn að sjálfsögðu með í för. Styttist í þjóðsöngvana og þá ætla heimamenn víst að vera með ljósashow að auki. Mikið stuð.
Fyrir leik
Gummi Ben og Kjartan Henry klárir
Leikurinn er í beinni og opinni á Stöð 2 Sport.
Leikurinn er í beinni og opinni á Stöð 2 Sport.
Fyrir leik
Bellamy gerir fjórar breytingar
Craig Bellamy hefur verið duglegur að nota hópinn og gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Wales fyrir leikinn gegn Íslandi. Áhugavert er að Danny Ward markvörður Leicester er í markinu en Karl Darlow hefur verið að standa sig vel þegar hann hefur spilað.
Daniel James leikmaður Leeds byrjar sinn fyrsta leik undir stjórn Bellamy og þá koma Liam Cullen og Ben Cabango, leikmenn Swansea, inn í byrjunarliðið. Joe Rodon er í byrjunarliðinu en hann leikur sinn 50. landsleik.
Wales: Ward; Williams, Cabango, Rodon, Davies, James; Cullen, Sheehan, Wilson, Johnson, Harris
Daniel James leikmaður Leeds byrjar sinn fyrsta leik undir stjórn Bellamy og þá koma Liam Cullen og Ben Cabango, leikmenn Swansea, inn í byrjunarliðið. Joe Rodon er í byrjunarliðinu en hann leikur sinn 50. landsleik.
Wales: Ward; Williams, Cabango, Rodon, Davies, James; Cullen, Sheehan, Wilson, Johnson, Harris
Fyrir leik
Þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands
Age Hareide landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið. Frá 2-0 sigrinum gegn Svartfjallalandi eru Aron Einar Gunnarsson meiddur og Logi Tómasson í leikbanni.
Alfons Sampsted og Guðlaugur Victor Pálsson koma inn í vörnina og þá kemur Ísak Bergmann Jóhannesson inn í byrjunarliðið í stað Stefáns Teits Þórðarson sem er á bekknum.
Alfons Sampsted og Guðlaugur Victor Pálsson koma inn í vörnina og þá kemur Ísak Bergmann Jóhannesson inn í byrjunarliðið í stað Stefáns Teits Þórðarson sem er á bekknum.
Velska liðið er mætt
Checking in ????#UNL | #TogetherStronger pic.twitter.com/FuicPwKkF8
— Wales ???????????????????????????? (@Cymru) November 19, 2024
Fyrir leik
Mynd af Aroni Einari í fjölmiðlarýminu
Í vinnuherbergi fjölmiðlamanna hér á Cardiff City leikvangnum eru myndir af helstu hetjum Cardiff í gegnum árin og þar á meðal er innrömmuð mynd af Aroni Einari Gunnarssyni. Fjölmiðlamenn eru að gæða sér á kjúklingi áður en átökin hefjast.
Hægt er að sjá bak við tjöldin á Instagram síðu Fótbolta.net.
Hægt er að sjá bak við tjöldin á Instagram síðu Fótbolta.net.
Fyrir leik
Tæplega 30 þúsund manns á leiknum
100 Íslendingar verða í stúkunni en þeir verða staðsettir fyrir ofan varamannabekk íslenska liðsins.
Fjölmiðlamenn verða fjölmennir á leiknum í kvöld en 69 fréttamenn hafa boðað komu sína, 35 ljósmyndarar auk þess sem tvær sjónvarpsstöðvar og fimm útvarpsstöðvar senda beint frá vellinum.
Fjölmiðlamenn verða fjölmennir á leiknum í kvöld en 69 fréttamenn hafa boðað komu sína, 35 ljósmyndarar auk þess sem tvær sjónvarpsstöðvar og fimm útvarpsstöðvar senda beint frá vellinum.
Fyrir leik
Vitum hvar þeirra veikleikar liggja
Jóhann Berg er brattur fyrir leikinn og telur að Ísland geti unnið útisigur.
„Við þurfum að nýta þeirra veikleika. Það eru öll lið með veikleika og við vitum nákvæmlega hvar þeirra veikleikar liggja. Vonandi getum við nýtt okkur það á morgun. Margir leikmenn okkar eru að spila gríðarlega vel með sínum félagsliðum og landsliðinu. Ef þeir gera það á morgun verður það frábært fyrir okkur," segir Jóhann Berg.
Jóhann Berg er brattur fyrir leikinn og telur að Ísland geti unnið útisigur.
„Við þurfum að nýta þeirra veikleika. Það eru öll lið með veikleika og við vitum nákvæmlega hvar þeirra veikleikar liggja. Vonandi getum við nýtt okkur það á morgun. Margir leikmenn okkar eru að spila gríðarlega vel með sínum félagsliðum og landsliðinu. Ef þeir gera það á morgun verður það frábært fyrir okkur," segir Jóhann Berg.
Fyrir leik
Aron Einar farinn til Katar
Aron Einar Gunnarsson getur ekki spilað vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í sigrinum gegn Svartfjallalandi á laugardaginn. Aron horfði á æfingu Íslands á Cardiff City leikvangnum í gær en flaug aftur til Katar í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson var spurður á fréttamannafundi hvaða áhrif fjarvera Arons hefði. Hversu slæmt er að vera án Arons Einars á móti Wales?
„Það er mjög slæmt og leiðinlegt fyrir hann aðallega að hafa lent í þessu. Ég veit hvernig honum líður því ég hef lent sjálfur í þessu margoft. Þetta er eitthvað sem fótboltamaður vill ekki upplifa að þurfa að fara svona snemma af velli,“ sagði Jóhann.
„Auðvitað hefðum við vilja hafa hann hérna í vörninni með okkur en við verðum bara að takast á við það. Hann er ekki með okkur og það kemur maður í manns stað eins og við vitum. Einhver annar fær tækifærið og vonandi grípur hann það og spilar flottan leik."
Logi Tómasson, hetja Íslands í 2-2 jafnteflinu gegn Wales á Laugardalsvelli í síðasta mánuði, er heldur ekki með í kvöld þar sem hann tekur út leikbann eftir gula spjaldið í Svartfjallalandi.
Aron Einar Gunnarsson getur ekki spilað vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í sigrinum gegn Svartfjallalandi á laugardaginn. Aron horfði á æfingu Íslands á Cardiff City leikvangnum í gær en flaug aftur til Katar í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson var spurður á fréttamannafundi hvaða áhrif fjarvera Arons hefði. Hversu slæmt er að vera án Arons Einars á móti Wales?
„Það er mjög slæmt og leiðinlegt fyrir hann aðallega að hafa lent í þessu. Ég veit hvernig honum líður því ég hef lent sjálfur í þessu margoft. Þetta er eitthvað sem fótboltamaður vill ekki upplifa að þurfa að fara svona snemma af velli,“ sagði Jóhann.
„Auðvitað hefðum við vilja hafa hann hérna í vörninni með okkur en við verðum bara að takast á við það. Hann er ekki með okkur og það kemur maður í manns stað eins og við vitum. Einhver annar fær tækifærið og vonandi grípur hann það og spilar flottan leik."
Logi Tómasson, hetja Íslands í 2-2 jafnteflinu gegn Wales á Laugardalsvelli í síðasta mánuði, er heldur ekki með í kvöld þar sem hann tekur út leikbann eftir gula spjaldið í Svartfjallalandi.
Fyrir leik
Portúgali sem hikar ekki við að lyfta spjöldum
Portúgalinn António Nobre verður með flautuna. Nobre er 35 ára en síðasta Evrópuverkefni sem hann fór í var leikur Panathinaikos og Chelsea í Sambandsdeildinni. Í ágúst dæmdi hann Evrópuleik Puskas og Fiorentina og fékk mikla gagnrýni en þar rigndi spjöldunum.
Alls gaf hann þrjú rauð spjöld í leiknum en í síðustu sex Evrópuleikjum félagsliða sem hann hefur dæmt hefur hann samtals gefið sex rauð spjöld. Hann er sparsamari á rauðu spjöldin þegar hann dæmir landsleiki og hefur ekki enn gefið rautt spjald í A-landsleik sem hann dæmir.
Dómari: António Emanuel de Carvalho Nobre, POR
Aðstoðardómari 1: Pedro Ricardo Ferreira Ribeiro, POR
Aðstoðardómari 2: Nélson Filipe Vila Pereira, POR
Fjórði dómari: Gustavo Fernandes Correia, POR
VAR: Fábio Oliveira Melo, POR
Portúgalinn António Nobre verður með flautuna. Nobre er 35 ára en síðasta Evrópuverkefni sem hann fór í var leikur Panathinaikos og Chelsea í Sambandsdeildinni. Í ágúst dæmdi hann Evrópuleik Puskas og Fiorentina og fékk mikla gagnrýni en þar rigndi spjöldunum.
Alls gaf hann þrjú rauð spjöld í leiknum en í síðustu sex Evrópuleikjum félagsliða sem hann hefur dæmt hefur hann samtals gefið sex rauð spjöld. Hann er sparsamari á rauðu spjöldin þegar hann dæmir landsleiki og hefur ekki enn gefið rautt spjald í A-landsleik sem hann dæmir.
Dómari: António Emanuel de Carvalho Nobre, POR
Aðstoðardómari 1: Pedro Ricardo Ferreira Ribeiro, POR
Aðstoðardómari 2: Nélson Filipe Vila Pereira, POR
Fjórði dómari: Gustavo Fernandes Correia, POR
VAR: Fábio Oliveira Melo, POR
Fyrir leik
Bellamy: Virkilega góðir leikmenn að koma upp hjá Íslandi
Það er stemning og meðbyr með velska landsliðinu. Craig Bellamy varð fyrsti þjálfari Wales í sögunni sem fer ósigraður í gegnum fjóra fyrstu leiki sína, hann bætti svo þeim fimmta við með jafnteflinu í Tyrklandi. Bellamy er að fara feikilega vel af stað sem stjóri liðsins og það verður væntanlega flott stemning á Cardiff City leikvangnum.
„Við erum á heimavelli og erum með stuðningsmennina með okkur. Við þurfum að geta spilað okkar leik gegn erfiðum andstæðingum, bæði með boltann og án hans," sagði Bellamy um leikinn gegn Íslandi.
Hann segist vilja halda ferskleika og ákefð en hann hefur notað hópinn vel í landsliðsgluggunum og verið óhræddur við að gera breytingar fyrir seinni leiki í gluggum.
„Eina sem ég hugsa um er að vinna þennan leik. Það sem gerist mun gerast. Við viljum vinna leiki, sama hver andstæðingurinn er. Við getum ekkert stjórnað því sem gerist í öðrum leikjum en við ætlum okkur að vinna," segir Bellamy.
Hann fór fögrum orðum um íslenska landsliðið í síðasta mánuði og hélt uppteknum hætti á fréttamannafundi í gær.
„Þetta er lið sem aldrei er hægt að útiloka, þeir hafa verið á svipaðri vegferð og við. Þeir hafa verið að komast á lokamót og í umspili um að komast þangað. Þeir hafa mikla reynslu og það eru virkilega góðir leikmenn að koma upp hjá þeim. Þetta verður mjög erfiður leikur."
Það er stemning og meðbyr með velska landsliðinu. Craig Bellamy varð fyrsti þjálfari Wales í sögunni sem fer ósigraður í gegnum fjóra fyrstu leiki sína, hann bætti svo þeim fimmta við með jafnteflinu í Tyrklandi. Bellamy er að fara feikilega vel af stað sem stjóri liðsins og það verður væntanlega flott stemning á Cardiff City leikvangnum.
„Við erum á heimavelli og erum með stuðningsmennina með okkur. Við þurfum að geta spilað okkar leik gegn erfiðum andstæðingum, bæði með boltann og án hans," sagði Bellamy um leikinn gegn Íslandi.
Hann segist vilja halda ferskleika og ákefð en hann hefur notað hópinn vel í landsliðsgluggunum og verið óhræddur við að gera breytingar fyrir seinni leiki í gluggum.
„Eina sem ég hugsa um er að vinna þennan leik. Það sem gerist mun gerast. Við viljum vinna leiki, sama hver andstæðingurinn er. Við getum ekkert stjórnað því sem gerist í öðrum leikjum en við ætlum okkur að vinna," segir Bellamy.
Hann fór fögrum orðum um íslenska landsliðið í síðasta mánuði og hélt uppteknum hætti á fréttamannafundi í gær.
„Þetta er lið sem aldrei er hægt að útiloka, þeir hafa verið á svipaðri vegferð og við. Þeir hafa verið að komast á lokamót og í umspili um að komast þangað. Þeir hafa mikla reynslu og það eru virkilega góðir leikmenn að koma upp hjá þeim. Þetta verður mjög erfiður leikur."
Fyrir leik
Hareide: Allir vilja spila svona leiki
Age Hareide landsliðsþjálfari býst við allt öðruvísi leik en í Svartfjallalandi.
„Völlurinn í Svartfjallalandi var erfiður fyrir leikmenn. Sá leikur snerist um að berjast fyrir úrslitunum og leikmenn gerðu það. Leikurinn á morgun verður væntanlega eins og úrslitaleikir eru, allir vilja spila í úrslitaleikjum eins og þessum," sagði Hareide á fréttamannafundi í gær.
Pressan er á Wales
„Ég held að pressan sé klárlega á Wales. Þeir eru með stuðningsmennina á sínum heimavelli. Stuðningsmennirnir búast við því að Wales vinni okkur. Craig Bellamy er að innleiða nýjan leikstíl og hefur unnið gott starf. Það tekur samt allt tíma. Velska liðið hefur ekki fengið mörg mörk á sig og það er erfitt að brjóta liðið á bak aftur," sagði Hareide.
Age Hareide landsliðsþjálfari býst við allt öðruvísi leik en í Svartfjallalandi.
„Völlurinn í Svartfjallalandi var erfiður fyrir leikmenn. Sá leikur snerist um að berjast fyrir úrslitunum og leikmenn gerðu það. Leikurinn á morgun verður væntanlega eins og úrslitaleikir eru, allir vilja spila í úrslitaleikjum eins og þessum," sagði Hareide á fréttamannafundi í gær.
Pressan er á Wales
„Ég held að pressan sé klárlega á Wales. Þeir eru með stuðningsmennina á sínum heimavelli. Stuðningsmennirnir búast við því að Wales vinni okkur. Craig Bellamy er að innleiða nýjan leikstíl og hefur unnið gott starf. Það tekur samt allt tíma. Velska liðið hefur ekki fengið mörg mörk á sig og það er erfitt að brjóta liðið á bak aftur," sagði Hareide.
Fyrir leik
Ísland bara einu sinni unnið Wales
Wales og Ísland hafa átta sinnum mæst í A-landsliðum karla, Wales hefur unnið fimm leiki, tvisvar hefur niðurstaðan verið jafntefli og einu sinni hefur Ísland unnið.
Eini sigur Íslands gegn Wales kom 1984, 1-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Magnús Helgi Bergs skoraði eina mark leiksins.
Liðin gerðu jafntefli 2-2 á Laugardalsvelli í síðasta glugga en leikurinn í kvöld verður á Cardiff City leikvangnum. Þar mættust liðin í vináttulandsleik fyrir tíu árum síðan, í mars 2014.
Undirritaður var eini íslenski fjölmiðlamaðurinn á þeim leik en Gareth Bale hélt algjöra sýningu. Bale var arkitektinn að öllum mörkum Walesverja í 3-1 sigri.
Eini sigur Íslands gegn Wales kom 1984, 1-0 á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Magnús Helgi Bergs skoraði eina mark leiksins.
Liðin gerðu jafntefli 2-2 á Laugardalsvelli í síðasta glugga en leikurinn í kvöld verður á Cardiff City leikvangnum. Þar mættust liðin í vináttulandsleik fyrir tíu árum síðan, í mars 2014.
Undirritaður var eini íslenski fjölmiðlamaðurinn á þeim leik en Gareth Bale hélt algjöra sýningu. Bale var arkitektinn að öllum mörkum Walesverja í 3-1 sigri.
The last time Iceland came to Cardiff ????@GarethBale11 ??#UNL | #TogetherStronger pic.twitter.com/BWCnoWvBcm
— Wales ???????????????????????????? (@Cymru) November 18, 2024
Fyrir leik
Sjö spurningar en ekki svör við öllum fyrir umspilið í mars
Landslið karla - Þjóðadeild
19:45 Svartfjallaland-Tyrkland (Niksic Stadium)
19:45 Wales-Ísland (Cardiff City Stadium)
Ísland mætir til leiks til Cardiff eftir að hafa sótt öflugan 2-0 sigur til Svartfjallalands. Seinni leikirnir í gluggunum hafa oft reynst okkur erfiðir en vonandi verður það ekki upp á teningnum í kvöld.
Hér má sjá sjö spurningar sem líklegt er að íslenskir stuðningsmenn eru að velta fyrir sér fyrir komandi umspil. Það er þó því miður ekki hægt að svara öllum spurningunum strax.
Í hvort umspilið fer Ísland?
Það kemur í ljós í kvöld. Ef Ísland vinnur Wales endar okkar lið í 2. sæti riðilsins og fer í umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar. Önnur úrslit og Ísland endar í þriðja sæti og á hættu á að falla niður í C-deild. Liðið fer þá í umspil um að halda sér í B-deildinni.
Hvenær verður umspilið?
Umspilið fer fram í lok mars á næsta ári.
Hvenær verður dregið?
Í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem efstu átta þjóðirnar í A-deild keppa.
Hverjum getum við mætt ef við vinnum Wales?
Ísland mun þá leika tveggja leikja umspilseinvígi við Skotland, Belgíu, Ungverjaland eða Serbíu um að spila í A-deildinni í næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar. Þessi lönd enduðu í þriðja sæti í riðlum A-deildarinar.
Hverjum getum við mætt ef við vinnum ekki Wales?
Ísland mun þá leika tveggja leikja umspilseinvígi við Slóvakíu, Kósovó, Búlgaríu eða Armeníu um að halda sæti í B-deildinni. Þessi lönd enduði í öðru sæti í riðlum C-deildarinnar.
Hvar mun Ísland spila heimaleik sinn í umspilinu?
Framkvæmdir við Laugardalsvöll og léleg vallarmál á Íslandi setja þetta í óvissu. Sögusagnir hafa verið í gangi um að heimaleikur Íslands gæti farið fram í Murcia á Spáni en ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum.
Hver stýrir Íslandi í umspilinu?
Það er svo önnur spurning sem ekki er komið svar við. Samningur Age Hareide rennur út um mánaðamótin og hvorki hann né KSÍ hafa tjáð sig um hvert framhaldið verður.
19:45 Svartfjallaland-Tyrkland (Niksic Stadium)
19:45 Wales-Ísland (Cardiff City Stadium)
Ísland mætir til leiks til Cardiff eftir að hafa sótt öflugan 2-0 sigur til Svartfjallalands. Seinni leikirnir í gluggunum hafa oft reynst okkur erfiðir en vonandi verður það ekki upp á teningnum í kvöld.
Hér má sjá sjö spurningar sem líklegt er að íslenskir stuðningsmenn eru að velta fyrir sér fyrir komandi umspil. Það er þó því miður ekki hægt að svara öllum spurningunum strax.
Í hvort umspilið fer Ísland?
Það kemur í ljós í kvöld. Ef Ísland vinnur Wales endar okkar lið í 2. sæti riðilsins og fer í umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar. Önnur úrslit og Ísland endar í þriðja sæti og á hættu á að falla niður í C-deild. Liðið fer þá í umspil um að halda sér í B-deildinni.
Hvenær verður umspilið?
Umspilið fer fram í lok mars á næsta ári.
Hvenær verður dregið?
Í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem efstu átta þjóðirnar í A-deild keppa.
Hverjum getum við mætt ef við vinnum Wales?
Ísland mun þá leika tveggja leikja umspilseinvígi við Skotland, Belgíu, Ungverjaland eða Serbíu um að spila í A-deildinni í næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar. Þessi lönd enduðu í þriðja sæti í riðlum A-deildarinar.
Hverjum getum við mætt ef við vinnum ekki Wales?
Ísland mun þá leika tveggja leikja umspilseinvígi við Slóvakíu, Kósovó, Búlgaríu eða Armeníu um að halda sæti í B-deildinni. Þessi lönd enduði í öðru sæti í riðlum C-deildarinnar.
Hvar mun Ísland spila heimaleik sinn í umspilinu?
Framkvæmdir við Laugardalsvöll og léleg vallarmál á Íslandi setja þetta í óvissu. Sögusagnir hafa verið í gangi um að heimaleikur Íslands gæti farið fram í Murcia á Spáni en ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum.
Hver stýrir Íslandi í umspilinu?
Það er svo önnur spurning sem ekki er komið svar við. Samningur Age Hareide rennur út um mánaðamótin og hvorki hann né KSÍ hafa tjáð sig um hvert framhaldið verður.
Fyrir leik
Velkomin til Cardiff!
Framundan er úrslitaleikur á Cardiff City leikvangnum. Wales - Ísland hefst 19:45. Lykilleikur og mikið í húfi fyrir bæði lið. Wales á enn möguleika á að vinna riðilinn og komast beint í A-deildina. Ísland þarf á sigri að halda til að komast í umspil um sæti í A-deildinni. Alvöru leikur framundan!
Framundan er úrslitaleikur á Cardiff City leikvangnum. Wales - Ísland hefst 19:45. Lykilleikur og mikið í húfi fyrir bæði lið. Wales á enn möguleika á að vinna riðilinn og komast beint í A-deildina. Ísland þarf á sigri að halda til að komast í umspil um sæti í A-deildinni. Alvöru leikur framundan!
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Alfons Sampsted
('75)
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson
('46)
9. Orri Steinn Óskarsson
('26)
10. Ísak Bergmann Jóhannesson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
('75)
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen
Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Lukas J. Blöndal Petersson (m)
8. Brynjólfur Willumsson
14. Dagur Dan Þórhallsson
('75)
15. Willum Þór Willumsson
('75)
16. Stefán Teitur Þórðarson
('46)
18. Sævar Atli Magnússon
19. Júlíus Magnússon
20. Andri Fannar Baldursson
20. Rúnar Þór Sigurgeirsson
23. Mikael Egill Ellertsson
Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson
Gul spjöld:
Alfons Sampsted ('30)
Davíð Snorri Jónasson ('67)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('67)
Arnór Ingvi Traustason ('72)
Jón Dagur Þorsteinsson ('72)
Rauð spjöld: