Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Fylkir
1
4
FH
0-1 Maya Lauren Hansen '52
0-2 Maya Lauren Hansen '55
0-3 Ída Marín Hermannsdóttir '67
0-4 Ída Marín Hermannsdóttir '69
Eva Stefánsdóttir '75 1-4
12.05.2025  -  18:00
tekk VÖLLURINN
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Hallgrímur Viðar Arnarson
Maður leiksins: Ída Marín Hermansdóttir
Byrjunarlið:
12. Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('45)
9. Emma Björt Arnarsdóttir
11. Eva Stefánsdóttir
13. Kolfinna Baldursdóttir (f)
14. Ásdís Þóra Böðvarsdóttir
16. Harpa Karen Antonsdóttir ('62)
19. Embla Katrín Oddsteinsdóttir ('62)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('62)
26. Katrín Ásta Eyþórsdóttir
32. Sara Rún Antonsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Varamenn:
1. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
5. Sigrún Helga Halldórsdóttir
8. Marija Radojicic ('62)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('62)
28. Sigríður Karitas Skaftadóttir
29. Katla Sigrún Elvarsdóttir
33. Erna Þurý Fjölvarsdóttir ('62)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('45)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Erik Steinn Halldórsson
Elías Hlynur Lárusson

Gul spjöld:
Sara Rún Antonsdóttir ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flautað til leiksloka Fyllilega verðskuldaður sigur FH kvenna hér í kvöld.

Ekkert annað að segja en að yfirburðirnir voru talsverðir og munurinn á milli deilda augljós.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni

Takk kærlega fyrir mig.

91. mín
Áhorfendur að yfirgefa völlinn Fókið í Árbænum er búið að sjá nóg í kvöld.

90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
87. mín
Arna örugg Arna hreinsar vel með skalla eftir hornspyrnu Fylkis.

Hún er einhvern veginn alltaf á réttum stað.
85. mín
Inn:Alma Mathiesen (FH) Út:Ingibjörg Magnúsdóttir (FH)
Síðasta breytingin hjá FH Ingibjörg kemur út af og búin að eiga flottan leik hér í kvöld.

Verðskulduð pása
83. mín
Ída með laglegan sprett Vel gert hjá Ídu sem vinnur 50-50 boltann með því að pota honum á milli lappa og sprettur upp völlinn og munar ekki miklu að hún komist í gegn.

79. mín Gult spjald: Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH)
78. mín
Góður kafli hjá Fylki Þær hafa aðeins vaknað við þetta mark og hafa verið að sækja á mark FH síðustu mínútur.
75. mín MARK!
Eva Stefánsdóttir (Fylkir)
Gott mark hjá Fylki Eva sloppin í gegn og rennir boltanum snyrtilega framhjá Aldísi sem kemur engum vörnum við.
72. mín
FH konur vilja fleiri mörk Nú sést best muninn á Bestu deild og Lengjudeild, yfirburðir FH algjörir og bara eitt lið á vellinum.
69. mín MARK!
Ída Marín Hermannsdóttir (FH)
69. mín
Ída heldur áfram Frábær afgreiðsla hjá Ídu er sloppin ein í gegn og vippar yfir Beggu í markinu.

Heimurinn er Ídu og við bara búum í honum.
68. mín
Inn:Harpa Helgadóttir (FH) Út:Deja Jaylyn Sandoval (FH)
68. mín
Inn:Hrönn Haraldsdóttir (FH) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
67. mín MARK!
Ída Marín Hermannsdóttir (FH)
Kórónar frábæra frammistöðu Laglegt mark hjá Ídu.

fær boltann rétt fyrir utan teig og snýr varnarkonu fylkis af sér og keyrir inn í teig og skýtur í vinstra hornið.

66. mín
Ída með dauðfæri fær boltann eftir góðan undirbúning hjá Berglindi
65. mín
Góður skalli frá Deju Flottur skalli úr hornspyrnu en yfir
62. mín
Inn:Erna Þurý Fjölvarsdóttir (Fylkir) Út:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir)
Þreföld breyting hjá Fylki
62. mín
Inn:Birna Kristín Eiríksdóttir (Fylkir) Út:Embla Katrín Oddsteinsdóttir (Fylkir)
Þreföld breyting hjá Fylki
62. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Harpa Karen Antonsdóttir (Fylkir)
Þreföld breyting hjá Fylki
62. mín
Inn:Thelma Karen Pálmadóttir (FH) Út:Maya Lauren Hansen (FH)
Tvöfalt hjá FH
62. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
Tvöfalt hjá FH
58. mín
Ída Marín á miðjuna skuldlaust Búin að ver frábær hér í upphafi seinni hálfleiks bæði í vörn og sókn.
55. mín MARK!
Maya Lauren Hansen (FH)
Stoðsending: Ída Marín Hermannsdóttir
Maya að bæta upp fyrir syndir sínar Aftur skorar Maya en heiðurinn á Ída allan.

Frábær sprettur frá miðju og stingur Fylkisvörnina af og á skot sem Begga ver og Maya þarf ekki annað en að pota frákastinu inn.
52. mín MARK!
Maya Lauren Hansen (FH)
Stoðsending: Hildur Katrín Snorradóttir
Loksins skorar Maya Góð sókn upp vinstri vænginn hjá Hildi sem gefur boltann út í teig og í þetta skipti hamrar Maya boltanum í netið.

Allt er þegar fernt er
51. mín
Horn hjá Fylki Fylkiskonur vinna sér inn horn.

En spyrnan slöpp og endar í hliðarnetinu
48. mín Gult spjald: Sara Rún Antonsdóttir (Fylkir)
Verðuskuldað spjald Togar í treyjuna hjá Ingibjörgu og kemur í veg fyrir skyndisókn
46. mín
Aukaspyrna á stórhættilegum stað 20 metra færi Ída yfir boltanum, skýtur hún eða gefur fyrir?

Svarið er skot sem fer yfir.
45. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Harðardóttir (Fylkir)
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn Ein skipting hjá Fylki.



45. mín
Hálfleikur
Jafnt í hálfleik FH konur hljóta að vera svekktar að vera ekki nokkrum mörkum yfir hér í hálfleik en boltinn vill bara ekki inn.

Fylkir hefði líka átt að skora hér í fyrri hálfleik.

Undir eðlilegum kringumstæðum væri staðan 4-1 fyrir FH, en hvað telst eðlilegt er svo sem ekki gott að segja

Kæmi mér ekki á óvart að sjá Guðna gera breytingar hér í hálfleik.

FH er með Thelmu og Elísu á bekknum.
45. mín
Maya aftur með færi Ekki eins gott færi og þessi tvö áðan en samt nær góðu skoti með varnarkonur í kringum sig en boltinn vill ekki inn.
41. mín
Góð mæting hér í kvöld Hvorki meira né minna en 315 manns hér í kvöld.

Það telst vera góð mæting.

Árbærinn styður sínar konur.
37. mín
Varnarmistök hjá Emmu Nær ekki að hreins og Ída sloppin ein í gegn og með Mayu með sér en ákveður að taka skotið sjálf sem Begga ver vel í horn.

Það er ótrúlegt að FH konur eru ekki búnar að skora í þessum leik. Búnar að eiga 5 dauðafæri eða svo.
36. mín
Maya aftur Aftur fær Maya dauðfæri.

Frítt skot af 11 metra færi, engin í henni en skotið því miður yfir.

Tvö dauðafæri á tveimur mínútum hjá Mayu.

Hún verður svekkt með sjálfa sig að hafa ekki nýtt annað ef ekki bæði færin.
34. mín
Maya átti að skora þarna Þarna átti Maya að skora. Hún fær frían skalla af 5 metra færi eða svo en boltinn fer naumlega framhjá.

Óheppin þarn, en góð sókn hjá FH.
31. mín
Arna með hörkuskalla Arna stekkkur hátt upp og á skalla naumlega yfir beint úr hornspyrnu.

Þarna munaði engu að fyrirliðinn kæmi FH yfir.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Berglind með gott skot Berglind með gott færa og skýtur með vinstri og Begga ver í horn
28. mín
Emma með frábæra tæklingu Þarna kom Emma í veg fyrir að Maya hefði sloppið ein í gegn. Flott tækling og flottur varnaleikur þarna.
26. mín
Þvílík mistök hjá Áldísi Þarna var Aldís næstum því búin að færa Fylki snemmbúna jólagjöf. Ætlaði að spila sig út úr pressuni en á misheppnaða sendingu sem Eva er bara klaufi að nýta sér ekki. Aldís var komin langt út úr makrinu sínu en skotaið ekki upp á marga fiska.
24. mín
Berglind með flottan sprett Munaði engu að hún hafi prjónað sig í gegnum vörn Fylkis og frákastið fer beint á Ídu sem á skot hátt yfir.

Það liggur mark í loftinu hjá FH núna, stanlaus pressa og sókn.
22. mín
FH með öll völd FH stelpurnar hafa nú tekið öll völd á vellinum eftir góðan kafla heimakvenna rétt þar á undan.
20. mín
Brotið á Valgerði FH með aukaspyrnu af 25 metra færi. Valgerður með stórhættulega fyrirgjöf og munaði engu að Arna næði til boltans með skalla.
18. mín
Ingibjörg að byrja vel Flottur sprettur hjá Ingibjörgu sem sólar tvær upp hægri en fyrirgjöfin aftur ekki alvel nógu góð.
18. mín
Frábær varnarleikur hjá Örnu Þarna kom fyrirliðinn í veg fyrir það sem hefði verið stórhættulegt færi Fylkikvenna. Einstaklega vel lesið og leyst.
15. mín
Fyrsta skotið á markið á Fylkir Tinna með skot en beint á Aldísi sem grípur boltann auðveldlega.
13. mín
FH í úvarls stöðu Ingibjörg var sloppin í gegn hægra megin, engin nálægt henni en sendingin hennar ekki nógu góð og á enga.

Þarna hefði hún jafnvel geta skotið bara á markið?
12. mín
Fylkiskonur halda áfram Athyglisvert að Fylkir er meira að sækja þessa stundina. Besti kaflinn þeirra í leiknum.
10. mín
Fylkiskonur mættar Fyrsta alvöru sókn Fylkiskvenna, reyna að sækja hratt en vörn FH vel á verði.
8. mín
Hörkusókn FH Góður snúningur hjá Ídu sem snýr af sér tvær og sendir laglega á Berglindi sem reynir að gefa fyrir en uppsker horn.
7. mín
FH farið að þjarma að Fylki Fh er hægt og rólega að þjarma að varnarlínu Fylkis. Munað litlu að hreinsun hjá Örnu hefði sleppt Mayu í gegn.
5. mín
Róleg byrjun FH konur samt meira með boltann
Fyrir leik
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann Veislan er byrjuð
Fyrir leik
FH mun sigurstranglegri FH er miklu sigurstranglegri hér í kvöld skv Epic, ef menn eru með bein í nefinu þá er 26 á stuðlinum fyrir Fylkir sigur. Það hlýtur að teljast spennandi eða hvað?
Fyrir leik
Úrvals aðstæður hér í kvöld Það er 10 stiga hiti, vindur hægur og skýjað.

Kjöraðstæður fyrir fótboltaleik hér í kvöld.
Fyrir leik
Sú markahæsta á bekknum Marija Radojicic er á bekknum hjá Fylkiskonu.

Innanbúðarmaður hér í boxinu segir mér að hún sé tæp.
Fyrir leik
Breytingar hjá FH FH konur gera fjórar breytingar á byrjunarliði sínu sem vann góðan sigur á móti Stjörnunni.

Inn á koma þær Ída Marín Hermannsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir.

Út af fara þær Thelma Karen Pálmadóttir, Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Katla María Þórðardóttir og Birna Kristín Björnsdóttir.
Fyrir leik
Breytingar hjá Fylki Bjarni Þórður gerir hvorki meira né minna en 5 breytingar á byrjunarliðinu sínu frá síðasta sigurleik gegn Grindavík/Njarvík

Inn koma þær Tinna Harðardóttir, Eva Stefánsdóttir, Elísa Björk Hjaltadóttir, Katrín Ásta Eyþórsdóttir og Harpa Karen Antonsdóttir

Út af fara þær Erna Þurý Fjölvarsdóttir, Emma Björt Arnarsdóttir, Bergdís Fanney Einarsdóttir, Birna Kristín Eiríksdóttir og Marija Radojicic.
Fyrir leik
Þjálfarar FH Þjálfarar FH kvenna eru bræðurnir Guðni og Hlynur Svan Eiríkssynir.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: FH

Fyrir leik
Þjálfari Fylkis Þjálfari Fylkis er Bjarni Þórður Halldórsson

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Dómarar í kvöld Dómarara hér í kvöld eru:

Hallgrímur Viðar Arnarson Dómari

Kristófer Bergmann Aðstoðardómari 1

Ingibjörg Garðarsdóttir Briem Aðstoðardómari 2

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir FH konur unnu sannfærandi sigur á móti Fylki í fyrra í Bestu deild kvenna í báðum einvígjum þessara liða 3-0 og 3-1.

Fyrir leik
Fyrir leik FH konur FH konur eru einfaldlega heitasta liðið í Bestu deild kvenna og hafa unnið fjóra leiki í röð og sitja í öðru sæti með lakari markahlutfall en Breiðablik.

FH er með ungt og spennandi lið og hefur farið fábærlega af stað í ár og nokuð óvænt miðað við spár fyrir tímabilið.
Fyrir leik
Fyrir leik Fylkiskonur Fylkiskonur hafa byrjað tímabilið vel í Lengjudeildinni og stefna eflaust á að komast strax aftur upp í Bestu deild eftir að liðið féll um deild í fyrra.

Tvær umferðir búnar í Lengjudeild kvenna og tveir sigrar hjá Fylki, ekki flokið það.
Fyrir leik
Besta deild á móti Lengjudeild Það er athyglisverð umferð í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna.

Toppliðið í Lengjudeildinni tekur á móti liðinu í 2. sæti í Bestu deildinni
Fyrir leik
Velkomin á Tekk völlinn Nýtt nafn fyrir tímabilið og fylkisvöllurinn heitir Tekk völlurinn

Hér verður bein textalýsing í Mjólkubikar kvenna þar sem Fylkir tekur á móti FH konum klukkan 18 hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('68)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('62)
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir
11. Ída Marín Hermannsdóttir
13. Maya Lauren Hansen ('62)
19. Hildur Katrín Snorradóttir
22. Hildur Þóra Hákonardóttir
23. Deja Jaylyn Sandoval ('68)
41. Ingibjörg Magnúsdóttir ('85)
- Meðalaldur 21 ár

Varamenn:
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('62)
6. Katla María Þórðardóttir
7. Thelma Karen Pálmadóttir ('62)
10. Alma Mathiesen ('85)
15. Hrönn Haraldsdóttir ('68)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
36. Harpa Helgadóttir ('68)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Berglind Freyja Hlynsdóttir ('79)

Rauð spjöld: