
ÍA
0
0
Fram

05.07.2025 - 14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Meiðsli og bönn
Það vakti athygli að hvorki Róbert Hauksson né Haraldur Einar Ásgrímsson voru í hóp seinast og spurning hvort þeir séu meiddir?
Kyle McLagan kemur væntanlega aftur inn í hópinn en hann var í banni í síðustu umferð. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að kasta Höskuldi Gunnlaugssyni í hliðarnetið í leiknum fræga gegn Blikum.
Hjá Skagamönnum var Marko Vardic í banni í síðustu umferð en Jóhannes Vall utan hóps vegna meiðsla. Sjáum til hvað setur
Kyle McLagan kemur væntanlega aftur inn í hópinn en hann var í banni í síðustu umferð. Hann fékk beint rautt spjald fyrir að kasta Höskuldi Gunnlaugssyni í hliðarnetið í leiknum fræga gegn Blikum.

Hjá Skagamönnum var Marko Vardic í banni í síðustu umferð en Jóhannes Vall utan hóps vegna meiðsla. Sjáum til hvað setur

Fyrir leik
Dómarateymið
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það skemmtilega hlutverk að dæma þenna leik
Aðstoðardómarar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Evðarðsson
Aðstoðardómarar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Evðarðsson

Fyrir leik
Spámaður vikunnar
Fótbolti.net fékk engan annan en Leiknismanninn og núverandi kennara í Versló Val Gunnarsson til að spá fyrir úrslitin í 14. umferð
Spáin hans gerir ráð fyrir markaleik 2-2 sem eru sennilega ekki ólíkleg úrslit fyrirfram.
Spáin hans gerir ráð fyrir markaleik 2-2 sem eru sennilega ekki ólíkleg úrslit fyrirfram.

Fyrir leik
Spáin fyrir mót Fram
Framarar hafa hins vegar komið skemmtilega á óvart í sumar og hafa gert frábær kaup fyrir þetta tímabil.
Liðið náði að semja við Simon Tibbling sem var á sínum tíma evrópumeistari með U-21 liði Svíþjóðar árið 2015 og spilaði með mönnum eins og Victor Lindelöf.
Framarar fengu líka Vuk Oskar Dimitrijevic og Sigurjón Rúnarsson sem hafa báðir verið frábærir í sumar. Vuk sér um að skora og Sigurjón sér um að koma í veg fyrir mörkin hinum megin
Hér er mynd af öllum þremur í leik gegn FH fyrr á árinu.
Liðið náði að semja við Simon Tibbling sem var á sínum tíma evrópumeistari með U-21 liði Svíþjóðar árið 2015 og spilaði með mönnum eins og Victor Lindelöf.

Framarar fengu líka Vuk Oskar Dimitrijevic og Sigurjón Rúnarsson sem hafa báðir verið frábærir í sumar. Vuk sér um að skora og Sigurjón sér um að koma í veg fyrir mörkin hinum megin

Hér er mynd af öllum þremur í leik gegn FH fyrr á árinu.
Fyrir leik
Spáin fyrir mót ÍA
Áður en mótið hófst var Skagamönnum spáð í efri hluta eða 6. sæti. Helsta vandamál liðsins hefur verið vörnin sem hefur fengið á sig 31 mark í sumar. Einungis KRingar hafa fengið fleiri mörk á sig en KRingum til varnar þá hafa þeir skorað rúmlega tvöfalt fleiri til að bæta upp fyrir vörnina.
Það er óhætt að fullyrða það að Skagamenn hafi valdið miklum vonbrigðum á þessu tímabili og það kostaði Jón Þór starfið sitt á dögunum.
Það er óhætt að fullyrða það að Skagamenn hafi valdið miklum vonbrigðum á þessu tímabili og það kostaði Jón Þór starfið sitt á dögunum.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna
Þessi tvö lið mættust á Lambhagavelli eða í dal draumanna eins og völlurinn er gjarnan kallaður í fyrstu umferð Bestu deildar.
Skagamenn unnu Framara 1-0 með marki frá fyrirliðanum sjálfum Rúnari Má Sigurjónssyni.
Þessa dagana er verið að auglýsa eftir þeim ágæta manni á mjólkurfernu enda hefur lítið sést til hans á þessu tímabili.
Skagamenn unnu Framara 1-0 með marki frá fyrirliðanum sjálfum Rúnari Má Sigurjónssyni.
Þessa dagana er verið að auglýsa eftir þeim ágæta manni á mjólkurfernu enda hefur lítið sést til hans á þessu tímabili.

Fyrir leik
Framarar á blússandi siglingu
Rúnar Kristinsson virðist hafa náð góðum takti með liðið sitt, sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum – með jafntefli á Kópavogsvelli á milli sigranna í leik sem Fram fékk jöfnunarmark á sig í blálokin. ( úr víti sem var aldrei víti )
Fram er komið í efri hluta Bestu deildar þökk sé góðu gengi nýlega og situr í 5. sæti fyrir þessa umferð.
Í síðustu umferð unnu Framarar ÍBV nokkuð þægilega 2-0 á heimavelli með mörkum frá Frey Sigurðssyni og Jakobi Byström.
Freysi í harðri baráttu gegn Vestra fyrr á árinu en hann er að koma gífurlega sterkur inn í Framliðið undanfarna leiki.
Fram er komið í efri hluta Bestu deildar þökk sé góðu gengi nýlega og situr í 5. sæti fyrir þessa umferð.
Í síðustu umferð unnu Framarar ÍBV nokkuð þægilega 2-0 á heimavelli með mörkum frá Frey Sigurðssyni og Jakobi Byström.

Freysi í harðri baráttu gegn Vestra fyrr á árinu en hann er að koma gífurlega sterkur inn í Framliðið undanfarna leiki.
Fyrir leik
Fyrsti heimaleikur Lárusar Orra
Þá er komið að því fyrsti heimaleikur Skagamanna á heimavelli undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar.
Hann tók formlega við eftir að ÍA steinlá á heimavelli 0-3 gegn Stjörnunni í 12. umferð.
Þetta fór vel af stað hjá Lárusi en liðið sótti þrjú dýrmæt stig á Ísafirði þegar Skagamenn unnu Vestra 2-0 með mörkum frá Ísaki Mána og Gísla Laxdal.
Ómar Björn fagnaði eins og hann hefði skorað seinna markið en við nánari skoðun var það Gísli sem potaði honum inn.
Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð sitja Skagamenn á botni Bestu deildar með 12 stig og lakari markatölu en KA, en geta með sigri komist upp úr fallsæti alla veganna tímabundið.
Hann tók formlega við eftir að ÍA steinlá á heimavelli 0-3 gegn Stjörnunni í 12. umferð.
Þetta fór vel af stað hjá Lárusi en liðið sótti þrjú dýrmæt stig á Ísafirði þegar Skagamenn unnu Vestra 2-0 með mörkum frá Ísaki Mána og Gísla Laxdal.
Ómar Björn fagnaði eins og hann hefði skorað seinna markið en við nánari skoðun var það Gísli sem potaði honum inn.

Þrátt fyrir sigur í síðustu umferð sitja Skagamenn á botni Bestu deildar með 12 stig og lakari markatölu en KA, en geta með sigri komist upp úr fallsæti alla veganna tímabundið.
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: