Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Breiðablik
5
0
Egnatia
Ágúst Orri Þorsteinsson '15 1-0
Viktor Karl Einarsson '23 2-0
Ágúst Orri Þorsteinsson '27 3-0
Viktor Karl Einarsson '38 4-0
Óli Valur Ómarsson '69 5-0
15.07.2025  -  19:00
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Aðstæður: Skýjað en 16° og logn. Teppið á Kópavogsvelli alltaf til fyrirmyndar.
Dómari: David Dickinson (Skotland)
Áhorfendur: 1150
Maður leiksins: Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
9. Óli Valur Ómarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('85)
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson ('57)
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen ('74)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Arnór Gauti Jónsson ('57)
10. Kristinn Steindórsson ('74)
11. Aron Bjarnason
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('74)
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson ('85)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson ('85)
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
38. Maríus Warén
39. Breki Freyr Ágústsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('33)
Kristinn Steindórsson ('93)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Blikar fljúga inn í næstu umferð
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik mætti inn í leikinn af gríðarlegum krafti. Hlupu af fullum krafti frá fyrstu mínútu og það skilaði sér. Markaveisla í fyrri háflleik hjá þeim og það hefði bara verið hægt að sleppa því að spila seinni hálfleikinn. Egnatia menn voru grafðir eftir þennan fyrri hálfleik.
Bestu leikmenn
1. Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Ágúst skoraði tvö mörk og var frábær í leiknum. Síógnandi á hægri kantinum með hraða sínum.
2. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Viktor skoraði einnig tvö mörk. Var gríðarlega hættulegur í hlaupum sínum inn í teig og gerði vel í miðju baráttunni. Það eiga eiginlega allir leikmenn Breiðabliks skilið að eiga dálk í dag, en þessir tveir urðu fyrir valinu.
Atvikið
Fyrsta markið hjá Blikum. Frábær skyndisókn sem Ágúst kláraði svo vel. Maður sá það strax eftir þetta að það var gír í Breiðablik og þeir ætluðu sér ekkert annað en að vinna þennan leik.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik fer áfram í aðra umferðina í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta þeir Lech Poznan. Þeir hafa einnig tryggt sér að þeir fara að minnsta kosti í fjórðu og síðustu umferð Sambandsdeildarinnar með þessum sigri.
Vondur dagur
Egnatia sem heild áttu ekki roð í Blikana. Það var kannski sárast fyrir Anio Potsi sem var kippt af velli á 42. mínútu og það var ekki að sjá að hann væri meiddur.
Dómarinn - 8
Skotarnir áttu góðan leik að mínu mati. Ég var sérstaklega ánægður með að hann skyldi spjalda fyrirliða Egnatia á 29. mínútu fyrir tuð. Sá maður var búinn að vera vælandi síðan hann steig inn á völlinn og átti þetta spjald fyllilega skilið.
Byrjunarlið:
98. Mario Dajsinani (m)
5. Anio Potsi ('42)
6. Albano Aleksi
7. Fernando Medeiros ('73)
9. Soumaila Bakayoko
17. Kastriot Selmani ('73)
18. Mohammed Yahaya ('46)
19. Arbenit Xhemajli
28. Elion Sota
44. Abdurramani Fangaj
77. Ildi Gruda ('73)

Varamenn:
1. Klajdi Kuka (m)
4. Zamig Aliyev ('42)
8. Daniel Wotlai ('73)
11. Léo Melo ('46)
36. Serxho Ujka
88. Flamur Ruci ('73)
99. Saliou Guindo ('73)

Liðsstjórn:
Edlir Tetova (Þ)

Gul spjöld:
Albano Aleksi ('29)
Abdurramani Fangaj ('41)
Fernando Medeiros ('45)
Kastriot Selmani ('45)
Léo Melo ('47)
Arbenit Xhemajli ('75)
Elion Sota ('92)

Rauð spjöld: