Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Lech Poznan
7
1
Breiðablik
Antonio Milic '3 1-0
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson '27 , víti
Viktor Örn Margeirsson '31
Mikael Ishak '36 , víti 2-1
Joel Pereira '41 3-1
Mikael Ishak '45 , víti 4-1
Leo Bengtsson '45 5-1
Filip Jagiello '77 6-1
Mikael Ishak '83 , víti 7-1
22.07.2025  -  18:30
Poznan Stadium
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Jasper Vergoote (BEL)
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
41. Bartosz Mrozek (m)
2. Joel Pereira
7. Afonso Sousa ('43)
9. Mikael Ishak
14. Leo Bengtsson
15. Michal Gurgul
16. Antonio Milic ('45)
17. Filip Szymczak ('71)
24. Filip Jagiello ('79)
43. Antoni Kozubal ('45)
72. Mateusz Skrzypczak

Varamenn:
31. Krzysztof Bakowski (m)
3. Alex Douglas ('45)
4. João Moutinho
5. Elias Andersson
6. Timothy Ouma ('45)
8. Ali Gholizadeh
18. Bartosz Salamon ('71)
19. Bryan Fiabema ('79)
20. Robert Gumny
23. Gísli Gottskálk Þórðarson ('43)
27. Wojciech Monka
56. Kornel Lisman

Liðsstjórn:
Niels Frederiksen (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skellur fyrir Blika á Poznan Stadium Jasper Vergoote flautar til leiks loka. 7-1 sigur Lech Poznan sem rasskella Blika.

Seinni leikurinn fer fram í Kópavogi eftir viku.
92. mín
Kiddi fær boltann innfyrir og á skot sem Mrozek ver.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót Blikar fá að hveljast í þrjár mínútur í viðbót
89. mín
Poznan fær hornspyrnu
83. mín Mark úr víti!
Mikael Ishak (Lech Poznan)
Þrenna úr vítaspyrnum Ótrúlegt dæmi.

Ishak skorar og staðan orðin 7-1.
83. mín
Poznan fær víti. Aron Bjarna dæmdur brotlegur.

Jaaaherna hér.
79. mín
Inn:Bryan Fiabema (Lech Poznan) Út: Filip Jagiello (Lech Poznan)
78. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
77. mín MARK!
Filip Jagiello (Lech Poznan)
Þetta verður ekkert mikið verra Jegiello fær boltann, tekur hann með sér og á skot sem fer af Ásgeiri og í netið.

Ef einvígið var ekki búið fyrir þetta þá er því líklega lokið núna.
76. mín
Óli Valur með fyrirgjöf inn á teig Lech Poznan en Pereira.

Stemmingin á vellinum er frábær.
73. mín
Já það er lítið að frétta inni á vellinum Þessi leikur var í rauninni bara búin í hálfleik. Bæði liðin sennilega bara að bíða eftir lokaflautinu.
71. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
71. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Bartosz Salamon (Lech Poznan) Út:Filip Szymczak (Lech Poznan)
65. mín
Jagiello fær boltann og á skot sem fer framhjá.

Rosaleg stemming á Poznan statium.
64. mín
Lech Poznan menn eru bara í léttum reitarbolta virðist vera.

Halda gríðarlega vel í boltann og Blikar látnir elta.
63. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
58. mín
Poznan menn eru bara að leika sér með boltann og ekkert að stress sig með þetta forskot. Breiðablik eltir og komast mjög lítið í boltann.
52. mín
Bengtsson með flott tilþrif, frábær fótarvinna og fer framhjá bæði Ágústi og Valgeiri og á hörkuskot sem Anton Ari ver.
46. mín
Inn:Damir Muminovic (Breiðablik) Út:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Timothy Ouma (Lech Poznan) Út:Antoni Kozubal (Lech Poznan)
45. mín
Inn:Alex Douglas (Lech Poznan) Út:Antonio Milic (Lech Poznan)
45. mín
Hálfleikur
Þetta er orðið vonlaust fyrir Breiðablik Eins vel og Breiðablik spilaði fyrsta hálftíman þá fékk Viktor Örn Margeirsson rautt og þá gengu Lech Poznan menn á lagið.

Staðan í hálfleik 5-1 fyrir Lech Poznan

Rosalega brött brekka fyrir Blika.
45. mín MARK!
Leo Bengtsson (Lech Poznan)
Blikarnir alveg game over Leo Bengtsson fer í flott veggspil við Kozubul og fær boltann innfyrir og skorar framhjá Antoni Ara.
45. mín Mark úr víti!
Mikael Ishak (Lech Poznan)
Þetta gæti orðið ljótt Ishak aftur öruggur.

Setur boltann í vinstra hornið.
45. mín
LECH ER AÐ FÁ VÍTI

Filip með fyrirgjöf en boltinn í höndina á Valgeiri inn á teignum
45. mín
Sex mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks
43. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Lech Poznan) Út:Afonso Sousa (Lech Poznan)
Já dömur og herrar.

Gísli Gottskálk er mættur til leiks.
41. mín MARK!
Joel Pereira (Lech Poznan)
Brekka fyrir Blika Lech Poznan að bæta við.

Gurgul fær boltann út til vinstri og á fastan bolta út í teiginn á Joel Pereira sem tekur við honum og klárar framhjá Antoni Ara

Breiðablik má ekki blikka augunum þá eru heimamenn búnir að refsa.
40. mín
ÚFFFF. Ishak með frábæran bolta inn á teiginn á Bengtsson.

Anton Ari kemur út á móti og Bengtsson fellur en ekkert dæmt sem betur fer.
38. mín
Blikar eiga Damir á bekknum Halldór Árnason gæti þurft að henda Damir inn í síðari hálfleikinn til að reyna verja að forskot heimamanna verði stærra fyrir komandi leik í Kópavogi eftir viku.

Sjáum hvað setur.
36. mín Mark úr víti!
Mikael Ishak (Lech Poznan)
Blikar lenda undir aftur Ishak skorar af miklu öryggi.

Ekki nóg með það að Blikar séu lentir undir heldur eru þeir einum manni færri út leikinn.
36. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
35. mín
JESÚS MINN ALMÁTTUGUR Belginn hefur skoðað þetta og er að benda á punktinn.

Arnór Gauti dæmdur brotlegur eftir að toga í Milic
33. mín
VARið í aðalhlutverki í kvöld Aukaspyrna inn á teiginn og Arnór Gauti virðist rífa í Milic.

VAR SKOÐAR. ÚFF.

BELGINN ER SENDUR Í SKJÁINN.
31. mín Rautt spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Gula spjaldið dregið til baka og beint rautt spjald.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
ÚFF. Ekki góðar fréttir.

VAR skoðar að breyta gula spjaldinu í rautt.
29. mín
Mikael Ishak er á leiðinni í átt að marki og Viktor Örn gerir vel og drepur þessa sókn í fæðingu og tekur á sig gult.

VAR mun líklega skoða.
27. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
KLASSI BREIÐABLIK!!! Höskuldur gríðarlega öruggur. Sendir Mrozek í vitlaust horn og setur boltann niður í hægra hornið.

Ekkert vesen á fyrirliða Blika þarna.
27. mín
DÓMURINN STENDUR OG HÖSKULDUR FER Á PUNKTINN.
26. mín
VAR ER AÐ SKOÐA ÞETTA
25. mín
BLIKAR ERU AÐ FÁ VÍTI!!!! Valgeir kemur sér framfyrir Milic sem brýtur á Valgeiri.
22. mín
ANTON ARI Alfonso Sousa er þræddur í gegnum vörn Blika og á skot sem Anton Ari vera mjög vel og Lech Poznan fær hornspyrnu.

Lech Poznan eru ógnandi í þessum föstu leikatriðum.
21. mín
HÆTTA AÐ MARKI BLIKA Szymczak fær boltann og á stórhættulega fyrirgjöf inn á teiginn en Ishak nær ekki að setja boltann í netið.
18. mín
Leo Bengtsson fær boltann innfyrir vörn Breiðablik en Ásgeir Helgi með góðan varnarleik.

Á sjónvarpsendursýningum. virðist vera að Ásgeir Helgi hafi fengið boltann örlítið í hendina en ekkert var dæmt.
15. mín
Ishak fær boltann innfyrir og er kominn í góða stöðu fyrir framan mark Blika en flaggið á loft.

Jájá, var nú roaalega tæpt en við tökum þennan dóm!
11. mín
Skemmtileg útfærsla af hornspyrnnu sem endar með því að Alfonso fær boltann fyrir utan teiginn en skot hans sem betur fer framhjá.
10. mín
Jagiello fær boltann hægra megin og á fyrirgjöf sem Ásgeir Helgi kemur í hornsppyrnu.
8. mín
Viktor Örn brýtur á Ishak og heimamenn fá aukaspyrnu sem þeir spila stutt úr.
7. mín
Skjálfti í Blikunum virðist vera Lech Poznan eru með alla yfirburði á vellinum fyrstu mínútur leiksins. Blikar eiga erfitt með að halda í boltann.
3. mín MARK!
Antonio Milic (Lech Poznan)
Stoðsending: Joel Pereira
Vond byrjun fyrir Breiðablik Joel Pereira tekur hornspyrnu frá vinsri beint á hausinn á Antonio Milic sem skallar boltann í netið.

Ásgeir Helgi var sýndist mér að dekka Milic og missti hann.
3. mín
Lech Poznan fær fyrstu hornspyrnu leiksins Filip Szymczak með fyrirgjöf sem fer í Valgeir og i hornspyrnu
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Jasper Vergoote frá Belgíu flautar leikinn í gang.

Áfram Breiðablik.
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Sýn Sport Það styttist í leik. Við viljum minna á það að leikurinn er sýndur á Sýn Sport og það verður Guðmundur Benediktsson sem ætlar að lýsa leiknum.
Fyrir leik
Blikarnir fara vafalaust varfærislega inn í þetta einvígi og leggja megin áherslu á þéttan varnarleik. Engu að síður muni þeir vera hættulegir í skyndisóknum og eflaust ná að skora eitt eða tvö. Bæði lið skora er 1,79 á Epic og það er pikkið.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá 5-0 sigrinum gegn Egnatia fyrir viku síðan. Arnór Gauti Jónsson kemur inn í liðið fyrir Óla Val Ómarsson. Ásgeir Helgi Orrason byrjar við hlið Viktors Arnar Margeirssonar í hjarta varnarinnar og Damir Muminovic er á bekknum.

Fjórar breytingar eru frá leiknum gegn Vestra. Þeir Valgeir Valgeirsson, Arnór Gauti og Ásgeir Helgi voru í leikbanni í deildarleiknum gegn Vestra og koma inn í þennan leik. Kristinn Jónsson kemur einnig inn í liðið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Höfum trú á að það skili góðum úrslitum Steinke ræddi við Halldór Árnason í aðdraganda leiksins

„Ef við höldum í okkar gildi, náum upp góðri frammistöðu, þá eigum við góðan möguleika. Það er alveg ljóst að við verðum aðeins varnarsinnaðri, erum ekki að fara pressa hátt í 180 mínútur, en við ætlum að halda i okkar gildi og höfum trú á því að skili jákvæðum úrslitum."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Hvað næst hjá Breiðablik? Ef Breiðablik tekst að vinna Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Meistaradeildarinnar þá er það ljóst að Íslandsmeistararnir mæta annað hvort Rauðu stjörnunni frá Serbíu eða Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í næstu umferð.

Ef Breiðablik tapar þessu einvígi fer liðið beint í Evrópudeildina og mætir liðið annaðhvort Slovan Bratislava eða Zrinjski Mostar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Breiðablik öruggir í umspil Í versta falli getur Breiðablik farið í umspil um að komast í deildakeppni Sambandsdeildarinnar. Tapi liðið gegn Lech Poznan dettur Breiðablik niður í Evrópudeildina. Ef liðið tapar svo þar fer liðið í síðustu umferðina um sæti í Sambandsdeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Erfiðara verkefni bíður Blika Það má segja að Lech Poznan sé talsvert erfiðari andstæðingur og eru taldir sigurstranglegri. Breiðablik eru hinsvegar búnir að vera frábærir í Evrópu og eiga alveg fínan möguleika ef liðið sækir jákvæð úrslit hér í kvöld.

Við eigum einn fulltrúa í Lech Poznan og það er Gísli Gottskálk Þórðarson sem gékk í raðir Lech Poznan síðasta vetur.

Mynd: Lech Poznan


Gísli Gottskálk var frábær í liðið Víkings Reykjavíkur á síðasta tímabili og var keyptur til Póllands.
Fyrir leik
Breiðablik stórkostlegir gegn Egnatia Breiðablim mætti Egnatia frá Albaníu í fyrstu umferð forkeppnarinnar. Fyrri leikurinn út í Albaníu endaði með grátlegu 1-0 tapi þar sem Albanarnir skoruðu í uppbótartíma. Breiðablik mættu gríðarlega vel stemmdir inn í seinni leikinn sem fór fram á Kópavogsvelli og má segja að Blikar hafi hlaupið yfir Egnatia en seinni leikurinn endaði 5-0 fyrir Blikum og því vann Breiðablik einvígið 5-1 samanlagt.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið kemur frá Belgíu Jasper Vergoote dæmir leikinn hér í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Martijn Tiesters og Michael Geerolf.

Fjórði dómari er Simon Bourdeaud'hui

VAR dómari verður svo Bert Put

Mynd: EPA

Fyrir leik
Meistaradeildarkvöld í Póllandi Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Poznan Stadium þar serm Lech Poznan og Breiðablik mætast í annari umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson ('46)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('71)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('78)
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson ('63)
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen ('71)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
9. Óli Valur Ómarsson ('71)
10. Kristinn Steindórsson ('78)
11. Aron Bjarnason ('63)
18. Davíð Ingvarsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('71)
24. Viktor Elmar Gautason
29. Gabríel Snær Hallsson
30. Andri Rafn Yeoman
44. Damir Muminovic ('46)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Jónsson ('36)

Rauð spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('31)