Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
HK
3
0
Keflavík
0-0 Stefan Ljubicic '2 , misnotað víti
Karl Ágúst Karlsson '16 1-0
Tumi Þorvarsson '24 2-0
Bart Kooistra '70 3-0
08.08.2025  -  19:15
Kórinn
Lengjudeild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Þorsteinn Aron Antonsson
8. Arnþór Ari Atlason (f) ('66)
9. Jóhann Þór Arnarsson ('46)
11. Dagur Orri Garðarsson ('66)
16. Eiður Atli Rúnarsson
21. Ívar Örn Jónsson
28. Tumi Þorvarsson
29. Karl Ágúst Karlsson ('66)
32. Kári Gautason ('81)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
7. Dagur Ingi Axelsson ('66)
14. Brynjar Snær Pálsson ('66)
19. Atli Þór Gunnarsson ('81)
24. Magnús Arnar Pétursson
26. Viktor Helgi Benediktsson ('66)
88. Bart Kooistra ('46)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Dagur Ingi Axelsson ('79)
Brynjar Snær Pálsson ('92)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Fengu víti eftir 15 sekúndur en töpuðu 3-0
Hvað réði úrslitum?
Keflvíkingar mun betra liðið framan af fyrri hálfleik, algjör einstefna. Karl Ágúst Karlsson skorar svo frábært mark og allt í einu HK-ingar komnir í forystu. Keflvíkingar héldu þó enn betur í boltann, en sköpuðu ekki nægilega góð færi og þegar þeir komust í færi var nýtingin dræm. Lokatölur leiksins endurspegla leikinn sjálfan voðalega illa þar sem gestirnir stýrðu leiknum. HK-ingar, eins og þeir hafa gert í sumar, ógnuðu þá mikið úr skyndisóknum og hreinlega refsuðu Keflvíkingum þegar þeir gerðu mistök og ásamt því að loka vel á gestina varnarlega.
Bestu leikmenn
1. Karl Ágúst Karlsson
Karl frábær, skoraði ótrúlegt mark þar sem hann lék á hálft lið Keflvíkinga og þrumaði boltanum í þaknetið. Ótrúlega vinnusamur og nýtti hraðann vel í skyndisóknum HK.
2. Ólafur Örn Ásgeirsson
Óli var frábær í dag, gerir tilkall til að vera maður leiksins. Greip allar fyrirgjafir og varði vel þegar þurfti á vörslum að halda.
Atvikið
Allt leit út fyrir að Keflvíkingar væru að eiga draumabyrjun í Kórnum þegar Twana Khalid Ahmed benti á punktinn eftir nákvæmlega 15 sekúndur. Stefan Ljubicic fór á punktinn, en brenndi af. Draumabyrjunin ekki svo draumkennd eftir allt saman.
Hvað þýða úrslitin?
Keflvíkingar eru í harðri baráttu um að ná umspilssæti. Sem stendur eru þeir í 6. sæti, þremur stigum frá Þrótti sem eiga leik til góða. HK eru í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum frá Keflvíkingum og fjórum stigum frá Njarðvíkingum sem sitja á toppnum.
Vondur dagur
Stefan Ljubicic, fyrrum leikmaður HK, hefur átt betri daga. Hann klúðraði víti Keflvíkinga sem þeir fengu á fyrstu mínútu leiksins. Auk þess fékk sóknarmaðurinn fleiri færi og stöður en nýtti þær illa. Sindri Kristinn Ólafsson gerði svo út um leikinn fyrir Keflvíkinga þegar hann gaf Bart Kooistra mark á silfurfati, hann á nafnbótina jafnframt skilið.
Dómarinn - 9
Twana Khalid Ahmed og félagar með allt í teskeið. Það þarf hreðjar til að dæma víti eftir fimmtán sekúndur og greinilegt að Twana er með þær. Annars gerðu Keflvíkingar tilkall til fleiri vítaspyrna sem var lítið varið í og Twana sleppti því. Erfiður leikur að dæma, en tríóið stóð sig vel.
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('77)
4. Nacho Heras
7. Kári Sigfússon
10. Stefan Ljubicic ('69)
11. Muhamed Alghoul
18. Ernir Bjarnason ('86)
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Eiður Orri Ragnarsson ('77)
25. Frans Elvarsson (f) ('69)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson ('77)
6. Sindri Snær Magnússon ('69)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('77)
14. Marin Mudrazija ('69)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
42. Baldur Logi Brynjarsson ('86)
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Luka Jagacic
Ásgeir Orri Magnússon
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Stefan Ljubicic ('42)
Muhamed Alghoul ('76)

Rauð spjöld: