Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Besta-deild karla
Breiðablik
LL 4
5
FH
Besta-deild karla
ÍA
LL 0
1
Víkingur R.
Besta-deild karla
Afturelding
LL 3
3
KA
ÍBV
4
1
Valur
Alex Freyr Hilmarsson '13 1-0
Sverrir Páll Hjaltested '19 2-0
Elvis Bwomono '73 3-0
Hermann Þór Ragnarsson '81 4-0
4-1 Patrick Pedersen '94 , víti
17.08.2025  -  14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Logn og mikil þoka.
Dómari: Þórður Þorsteinsson Þórðarson
Maður leiksins: Vicente Valor
Byrjunarlið:
1. Marcel Zapytowski (m)
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
10. Sverrir Páll Hjaltested ('91)
21. Birgir Ómar Hlynsson ('72)
22. Oliver Heiðarsson ('86)
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson ('91)
25. Alex Freyr Hilmarsson (f) ('86)
30. Vicente Valor
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('86)
7. Jorgen Pettersen
11. Víðir Þorvarðarson ('91)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('86)
17. Emil Gautason ('91)
28. Eiður Jack Erlingsson
42. Elvis Bwomono ('72)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Elías J Friðriksson
Elías Árni Jónsson
Bjarki Björn Gunnarsson
Guðrún Ágústa Möller
Filipe Andre Alexandre Machado

Gul spjöld:
Hermann Þór Ragnarsson ('21)
Alex Freyr Hilmarsson ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær sigur Eyjamanna ÍBV sigrar Valsmenn 4-1 á heimavelli. Valsmenn voru meira með boltann en Eyjamenn sköpuðu sér miklu fleiri færi og nýttu færin sín mjög vel.

Sanngjarn sigur Eyjamanna. Viðtöl og skýrsla koma síðar í kvöld.
95. mín
Valur fær aukaspyrnu.
94. mín Mark úr víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Patrik minnkar muninn Sárabótamark hjá Patrik sem setur hann örugglega vinstra megin í hornið.
93. mín
Valur að fá vítaspyrnu. Jónatan Ingi tekinn niður.
91. mín
6+ í uppbótartíma
91. mín
Inn:Emil Gautason (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
91. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
90. mín
Vicente með frábæra takta hægra megin, leikur fram hjá varnarmönnum Vals og kemur með sendingu inn á teig en Valsmenn koma boltanum burtu.
89. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu.
86. mín
Inn:Andi Hoti (Valur) Út:Markus Lund Nakkim (Valur)
86. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur) Út:Bjarni Mark Duffield (Valur)
86. mín
Inn:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
86. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
84. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu. Adam Ægir með spyrnuna beint á kollinn á Hólmari en Marcel er vel á verði og grípur boltann.
81. mín MARK!
Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
4-0!!! hvað er að gerast hérna Skelfileg mistök hjá Markus Lund sem missir boltann klaufalega. Sendingin til baka frá Adam Ægi var reyndar slök á MArkus. Oliver er grimmur og kemur með frábæra sendingu fyrir markið þar sem Hermann Þór er mættur á fjær og getur ekki klikkað!
78. mín
Oliver með skot fyrir utan teig sem Stefán ver í horn.
75. mín
Valsmenn fá horn Albin skoglund er nánast sloppinn í gegn og reynir að finna Patrik inn á teignum í hlaupinu en Elvis með frábæra vörn og kemur boltanum aftur fyrir.
73. mín MARK!
Elvis Bwomono (ÍBV)
Stoðsending: Vicente Valor
Elvis skorar með sinni fyrstu snertingu Viente fékk boltann í gegn og kemst upp að endalínu. Hann kemur með boltann fyrir markið og þar er Elvis mættur sem var rétt ný kominn inná og setur boltann fram hjá Stefáni Þór!!!

Eyjamenn komnir í 3-0!
72. mín
Inn:Elvis Bwomono (ÍBV) Út:Birgir Ómar Hlynsson (ÍBV)
71. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
71. mín
Inn:Marius Lundemo (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
71. mín
Inn:Albin Skoglund (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
66. mín
Hermann Þór er sloppinn í gegn en Hólmar með frábæran varnarleik og kemur sér fyrir boltann og Eyjamenn fá horn.
65. mín
Eyjamenn með aðra flotta sókn sem endar á því að Vicente kemur með lúmska sendingu á Sverri Pál en hann nær ekki skoti á markið.
64. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu.
63. mín
ÍBV fær hornspyrnu Geggjuð hjá sókn hjá Eyjamönnum sem endar á því að Alex Freyr tekur skotið á vítateigslínunni en Stefán Þór gerir virkilega vel og ver boltan í horn.
62. mín
Oliver með skot á markið eftir gott samspil ÍBV. Skotið er aftur á móti laust og beint á Stefán Þór.
60. mín
Valsmenn fá horn Valmenn með góða sókn. Kristinn fær nær að snúa með boltann og koma honum á Sigurð Egil. Hann kemur með fyrirgjöfina en Eyjamenn ná að setja boltann aftur fyrir.
56. mín
ÍBV fær aukaspyrnu. Vicente emð fína spyrnu og Valsmenn þurfi að setja hann aftur fyrir.
53. mín
Góð sókn hjá Eyjamönnum. Boltinn endar svo hjá Arnóri Inga sem kemst upp að endamörkum en fyrirgjöfin er bara mjög laus og Stefán Þór grípur boltann.
51. mín
Oliver með góðan sprett upp hægra megin og nær góðri fyrirgjöf en Hólmar kemur boltanum í burtu.
50. mín
Kristinn Freyr með spyrnuna en boltinn endar hjá Marcel.
48. mín
Valur fær aukaspyrnu. Kristinn Freyr tekinn niður.
45. mín
Leikur hafinn Þetta er farið af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
ÍBV með forystuna Eyjamenn leiða 2-0 í hálfleik. Þeir hafa nýtt færin sín vel og voru mikið betri framan af. Valsmenn settu á Eyjamenn þegar líða fór á hálfleikinn og voru óheppnir að minnka ekki muninn í tvígang er boltinn fór í þverslánna.
45. mín
Valsmenn nálægt því að minnka muninn Valur fær aukaspyrnu. Tryggvi Hrafn með spyrnuna. Boltinn datt fyrir Orra Sigurð sem á fínasta skot sem fer í slánna.
43. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu Alex Freyr með skot fyrir utan teig sem fer rétt fram hjá.
42. mín
Tryggvi við það að sleppa í gegn en Mattias Edelund kemur boltanum útaf.
40. mín
Hermann með fyrirgjöf inn á teiginn ætluð Oliver en Sigurður Egill kemur boltanum burt.
35. mín
Sigurður Egill kemur með sendingu inn fyrir á Tryggva en sendingin er of löng og fer beint á Marcel.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Eyjamenn heppnir Valur fær hornspyrnu. Tryggvi með frábæra spyrnu beint á hausinn á Bjarna Mark en boltinn í slánna og aftur út í teiginn. Eyjamenn setja boltann svo aftur fyrir.
29. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
28. mín
Valur fær aukaspyrnu.
26. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu.
25. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
23. mín
Hermann reynir sendingu í gegn á Sverri en Valsmenn ná að koma boltanum í burtu.
21. mín Gult spjald: Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
19. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Stoðsending: Vicente Valor
ÞETTA VAR MARK!! Flott sókn hjá Eyjamönnum. Vicente kemur svo með sendingu á Sverrir fyrir utan teig sem kemur með þetta svakalega skot stöngin inn. 2-0 fyrir ÍBV.
16. mín
Góð sókn hjá ÍBV Vicente þræðir Hermann Þór í gegn. Hermann nær skotinu en það er beint á Stefán Þór enda færið mjög þröngt.
14. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
13. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Fyrirliðinn kemur ÍBV í 1-0 Vicente með hornið fyrir ÍBV og Alex Frey klárar hrikalega vel eftir mikinn darraðadans inn á teig Valsmanna.
13. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu Þorlákur með góða sendingu inn fyrir á Oliver sem kemst upp að endalínu en Valsmenn ná að hreinsa í horn.
12. mín
Kristinn Freyr kemur með fyrirgjöf en hún er beint á Marcel í marki ÍBV.
10. mín
Þorlákur Breki með skot fyrir utan teig en skotið er yfir markið.
9. mín
Fín sókn hjá Eyjamönnum. Boltinn endar svo hjá Hermanni sem tók hlaupið upp vinstra megin. Hann kom með fyrirgjöf en Kristinn Freyr kemur boltanum í innkast.
8. mín
Fyrsta skot leiksins Vicente með skot utan af velli en það er yfir markið.
6. mín
Lítið að gerast fyrstu mínútur leiksins.
4. mín
Alex Freyr með fyrirgjöf en hún er slök og fer aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir eiga upphafsspyrnuna.
Fyrir leik
Spáir mörkum frá Pedersen Einar Freyr Halldórsson, vonarstjarna Þórsara, spáir í leikina. Hann hefur átt frábært sumar í liði sem er í harðri baráttu um að fara upp í Bestu deildina.

ÍBV 1 - 3 Valur (14:00 í dag)
Patrick Pedersen setur tvennu og bætir ofan á markamet sitt.

   17.08.2025 11:03
Vonarstjarna Þórsara spáir í 19. umferð Bestu deildarinnar
Fyrir leik
Valsarar eru orðnir það rútinerað lið að þeir vinna þennan, 1,90 á Val á epic er vel boðið. Tryggvi Hrafn er lika “graskall” sem gleymist oft og það er stuðull 3 á að hann skori.
Fyrir leik
Frederik Schram og Aron Jó ekki í hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frederik Schram er óvænt ekki í leikmannahópi Vals og Stefán Þór Ágústsson stendur vaktina í markinu á meðan Ögmundur Kristinsson er á bekknum.

Aron Jóhannsson er ekki heldur í hóp og Albin Skoglund sest á bekkinn. Inn í byrjunarlið Vals koma Markus Lund Nakkim og Lúkas Logi Heimisson.
Fyrir leik
Zapytowski snýr aftur í markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hjá ÍBV snýr Marcel Zapytowski aftur í markið eftir leikbann. Sigurður Arnar Magnússon er í leikbanni og þeir Elvis Bwomono og Nökkvi Már Nökkvason setjast á bekkinn. Inn í byrjunarliðið koma Milan Tomic, Birgir Ómar Hlynsson og Breki Baxter.
Fyrir leik
Dómari: Þórður Þorsteinsson Þórðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aðstoðardómarar: Bryngeir Valdimarsson og Tomasz Piotr Zietal
4ði dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Fyrir leik
Staðan

Fyrir leik
Svekkjandi tap ÍBV gegn KA í síðustu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Fannst KA betri fyrsta hálftímann og það var bara ekkert fyrr en eftir 30 mínútur sem að mér fannst við líkir sjálfum okkur. Leikurinn var bara jafn í rauninni eftir það, þeir sterkari fyrstu 30 og svo bara jafnt. Maður hélt að þetta væri að sigla í jafntefli þegar að þeir skora," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 1-0 tap Eyjamanna gegn KA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Valsmenn á flugi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn eru í heldur betur góðum gír og unnu 2-1 endurkomusigur gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Framundan er svo bikarúrslitaleikur hjá þeim næsta föstudagskvöld gegn Vestra.

„Í lokin var karakter, stuðningur úr stúkunni sem hljóp lífi í okkur og innkoma varamanna sem gefur okkur aukinn kraft og hjálpar okkur að vinna leikinn á endanum," sagði Túfa eftir leikinn.
Fyrir leik
Sigurður Arnar í banni Varnarmaðurinn Sigurður Arnar Magnússon verður ekki með ÍBV þar sem hann tekur út leikbann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur vann í Eyjum í bikarnum Liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í júní og Valsmenn tryggðu sér þar eins marks sigur. Hólmar Örn Eyjólfsson með eina markið. Sá leikur fór fram á Þórsvelli.

Fyrir leik
Valsmenn ekki í nokkrum vandræðum Hólmar Örn Eyjólfsson, Patrick Pedersen og Birkir Heimisson skoruðu fyrir Val þegar liðin áttust við 24. maí á Hlíðarenda. Leikar enduðu 3-0 fyrir Val.

Fyrir leik
Toppliðið mætir á Hásteinsvöll! Velkomin með okkur til Vestmannaeyja þar sem topplið Vals heimsækir ÍBV í 19. umferð Bestu deildar karla. Valsmenn léttir í lund með fimm stiga forystu á toppnum en Eyjamenn eru aðeins einu stigi frá fallsæti.

Mynd: ÍBV


sunnudagur 17. ágúst
14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
14:00 Stjarnan-Vestri (Samsungvöllurinn)
17:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)
18:00 ÍA-Víkingur R. (ELKEM völlurinn)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)

mánudagur 18. ágúst
19:15 Fram-KR (Lambhagavöllurinn)
Byrjunarlið:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim ('86)
6. Bjarni Mark Duffield ('86)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('71)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('71)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('71)
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
5. Birkir Heimisson
13. Kristján Oddur Kristjánsson
14. Albin Skoglund ('71)
16. Stefán Gísli Stefánsson
21. Jakob Franz Pálsson ('86)
22. Marius Lundemo ('71)
23. Adam Ægir Pálsson ('71)
33. Andi Hoti ('86)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell
Baldvin Orri Friðriksson

Gul spjöld:
Patrick Pedersen ('14)
Sigurður Egill Lárusson ('29)

Rauð spjöld: