Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Besta-deild karla
Valur
LL 4
3
Afturelding
Besta-deild karla
Víkingur R.
LL 4
1
Vestri
Víkingur R.
4
1
Vestri
Nikolaj Hansen '5 1-0
Valdimar Þór Ingimundarson '13 2-0
Nikolaj Hansen '62 3-0
3-1 Birkir Eydal '77
Helgi Guðjónsson '80 4-1
26.08.2025  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Hvasst en sól svona stundum.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 954
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
8. Viktor Örlygur Andrason ('74)
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson ('74)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen ('65)
24. Davíð Örn Atlason ('65)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
77. Stígur Diljan Þórðarson ('85)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
7. Erlingur Agnarsson ('74)
9. Helgi Guðjónsson ('65)
10. Pablo Punyed ('74)
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic ('65)
27. Matthías Vilhjálmsson
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
36. Þorri Ingólfsson ('85)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Sveinn Gísli Þorkelsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Víkinga staðreynd. Vestri komu betri út í seinni hálfleik en þann fyrri en Víkingur þó töluvert betri.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
Peysutog
87. mín
Þorri með flottan sprett og á skot sem er rétt framhjá. Sprækur!
85. mín
Inn:Þorri Ingólfsson (Víkingur R.) Út:Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
Þorri að koma inn á í sínum öðrum leik á tímabilinu. Fæddur 2009.
85. mín
954 áhorfendur
82. mín Gult spjald: Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Brýtur eitthvað á Duah, mjög lítið.
80. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Víkingar svara strax! Daníel Hafsteinsson með hornspyrnu sem Helgi reynir að skalla en fær hann bara í bakið og þaðan lekur hann inn.
77. mín MARK!
Birkir Eydal (Vestri)
Stoðsending: Guðmundur Arnar Svavarsson
Vestri minnkar muninn! Fyrirgjöf sem Guðmundur skallar á Birki sem kemur á fleygiferð og hamrar þessu í slánna og inn!

Fyrsti leikur Birkis í efstu deild!

Erum við með leik?
74. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Óskar Borgþórsson (Víkingur R.)
73. mín
Birkir Eydal hér sprækur og á flottan sprett upp miðjan völlinn áður en hann leggur boltann á Duah sem er einn gegn Ingvar en Ingvar seigur og ver.
72. mín
Þvílíkt skot! Daníel Hafsteins með algjörlega frábært skot hér fyrir utan teig. Guy á ekki möguleika en boltinn fer í innanverða stögnina og framhjá!
67. mín
Tarik tekur hann á lofti fyrir utan teig, skemmtilegt en aldrei líklegt til að ógna markinu.
65. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Vestri)
65. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
65. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
62. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Víkingar klára þetta! Valdimar með fyrirgjöfina inn á teiginn sem Nikolaj missir af en Morten fær boltinn í sig og hann berst aftur á Nikolaj sem klárar auðveldlega.
61. mín
Óskar á skalla framhjá eftir horn.
59. mín
Inn:Emmanuel Duah (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
58. mín
Vestri líflegri heldur en í fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér mikið.
51. mín
Vestri að vakna? Guðmundur Arnar tekur hornið sem endar hjá Gustavi Kjeldsen sem á skalla rétt framhjá.
50. mín
Thibang með takta inn á teig, snýr, á skot og sækir horn.
48. mín
Óskar Borgþórsson með fast skot vel yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Jeppe Pedersen (Vestri)
Davíð Smári með þrefalda breytingu í hálfleik, ekki sáttur með sína menn.
46. mín
Inn:Elmar Atli Garðarsson (Vestri) Út:Diego Montiel (Vestri)
Davíð Smári með þrefalda breytingu í hálfleik, ekki sáttur með sína menn.
46. mín
Inn:Birkir Eydal (Vestri) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Davíð Smári með þrefalda breytingu í hálfleik, ekki sáttur með sína menn.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleik. Víkingar leiða með tveimur mörkum og hafa verið í hálfgerðu cruise control allan hálfleikinn. Vestri ekki náð að sýna sínar bestu hliðar.
45. mín
Þremur mínútum bætt við hér.
41. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Sparkar í Viktor Örlyg, alltof seinn.
36. mín
Stígur Diljan sprækur hérna.

Leikur sér aðeins fyrir utan teig áður en hann skýtur föstu skoti niður í hornið þar sem Guy er vel á verði og handsamar knöttinn.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Óskar Borgþórs kemur hérna upp hægri kantinn og leggur boltann út á Stíg Diljan sem er í hörkufæri en hittir boltann afleitlega og drífur ekki á markið.
28. mín
Ekki mikið um að vera þessa stundina en Víkingar halda betur í boltann.
22. mín
Daníel tekur sjálfur hornið sem endar hjá Nikolaj sem á skot framhjá.
21. mín
Daníel Hafsteins með frábært skot sem Guy ver vel yfir markið.
19. mín
Dauðafæri! Diego Montiel lyftir boltanum í átt að Tufa og Oliver algjörlega misreiknar flugið á boltanum og skyndilega er bar Tufa kominn einn gegn Ingvari sem ver vel.
13. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Viktor Örlygur Andrason
2-0! Stígur Diljan byrjar sóknina með góðum spretti upp vinstri kantinn áður en hann setur hann á Viktor Örlyg sem leggur hann í gegn á Valdimar sem bregst ekki bogalistinn.

Valdimar virtist nú vera rangstæður en flaggið fór ekki á loft.
12. mín
Víkingar með öll völd á vellinum sem stendur.
9. mín
Víkingar fá fyrsta hornið.
5. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Víkingar leiða! Nikolaj gerir vel í að stíga Thibang út og koma boltanum á Valdimar sem potar boltanum strax aftur á Niko sem er kominn einn gegn Guy og klárar vel.

1-0!
4. mín
Ágúst Eðvald fer á sprettinn og reynir að keyra inn á teig en Sveinn Gísli miklu sterkari og Ágúst á ekki séns þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Vestri hefur leik.
Fyrir leik
Það er eflaust bikarþynka í herbúðum Vestra og Víkingur haft nægan tíma til að undirbúa þennan leik. Sannfærandi sigur Víkinga er í kortunum -1.5 er á stuðlinum 1.80 á Epic.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir tvær breytingar frá sigrinum í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val á föstudaginn var. Anton Kralj og Eiður Aron Sigurbjörnsson fara úr liðinu fyrir Guðmund Arnar Svavarsson og Morthen Ohlsson Hansen.

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gerir þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum gegn Skagamönnum. Erlingur Agnarsson, Helgi Guðjónsson og Gylfi Þór Sigurðsson fara út úr liðinu fyrir Stíg Diljan Þórðarson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Daníel Hafsteinsson. Gylfi Þór er utan hóps.
Fyrir leik
Reynir Haralds spáir í spilin Breiðhyltingurinn geðugi, Reynir Haraldsson, spáir því að Víkingur vinni sannfærandi sigur hér í kvöld.

Víkingur R. 3 - 0 Vestri (18:00 á þriðjudag)
Ásgeir Frank slagurinn og spurning hvor megin hann verður í stúkunni. Bikarþynnka hjá Vestra eftir að þeir taka titilinn og Víkingur dettur í gang. Mörkin skora Sveinn Gísli, Niko Hansen og Gylfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur Víkingur er eitt af fjórum liðum í titilbaráttunni í Bestu deilinni. Með hagstæðum úrslitum í kvöld geta Víkingar komist í toppsætið.

Gengið hefur þó ekki verið upp á marga fiska uppá síðkastið og hefur aðeins einn sigur unnist í síðustu sex leikjum. Sölvi Geir þjálfari liðsins vill eflaust að gengið breytist sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Vestfirðingar eru sannarlega á bleiku skýi þessa daganna enda eru þeir nýkrýndir bikarmeistarar, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikmennirnir fögnuðu svo ákaft með stuðningsfólki sínu á sunnudaginn. Magnað afrek!

Nú verður hins vegar áhugavert að sjá hvernig Vestri mæta inn í þennan leik. Verður bikarþynnkan þeim að falli eða er stemningin öll með þeim? Ég á allavega erfitt með að sjá það að Davíð Smári og hans lið séu orðnir saddir.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fyrir leik
Velkomin í Víkina Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu frá Víkingsvelli þar sem Vestri kemur í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
4. Fatai Gbadamosi
5. Thibang Phete
6. Gunnar Jónas Hauksson ('46)
7. Vladimir Tufegdzic ('59)
8. Ágúst Eðvald Hlynsson ('65)
10. Diego Montiel ('46)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
28. Jeppe Pedersen ('46)
40. Gustav Kjeldsen
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
3. Anton Kralj
14. Birkir Eydal ('46)
19. Emmanuel Duah ('59)
22. Elmar Atli Garðarsson ('46)
29. Johannes Selvén ('46)
77. Sergine Fall ('65)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Ívar Pétursson
Vladan Djogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas
Jón Ólafur Ragnarsson
Arnór Borg Guðjohnsen

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('41)
Guðmundur Arnar Svavarsson ('90)

Rauð spjöld: