Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Víkingur R.
2
2
Breiðablik
0-1 Tobias Thomsen '7
Óskar Borgþórsson '18 1-1
Viktor Karl Einarsson '52
Valdimar Þór Ingimundarson '62 2-1
2-2 Arnór Gauti Jónsson '73
31.08.2025  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f) ('89)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson ('82)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('82)
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson ('70)
77. Stígur Diljan Þórðarson ('70)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
7. Erlingur Agnarsson ('70)
8. Viktor Örlygur Andrason
15. Róbert Orri Þorkelsson ('89)
20. Tarik Ibrahimagic ('70)
24. Davíð Örn Atlason ('82)
27. Matthías Vilhjálmsson ('82)
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
36. Þorri Ingólfsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Gylfi Þór Sigurðsson ('14)
Stígur Diljan Þórðarson ('32)
Matthías Vilhjálmsson ('86)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Er frekja að biðja um framlengingu?
Hvað réði úrslitum?
Frábær fótboltaleikur frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu, tempóið í hámarki og mikil harka. Ég held að ég geti talað fyrir alla áhorfendur að okkur þyrsti í meira. Ívar Orri, dómari leiksins, hefði mátt taka upp á því frekar en að flauta til leiksloka að flauta til framlengingar í staðinn, í hið minnsta lengri uppbótartíma en fimm mínútur. Það var jafnræði með liðunum í hálfleik og sanngjarnt að leikar væru jafnir, mikið um færi og hasar. Í síðari hálfleik voru Víkingar með undirtökin á leiknum eftir að Viktor Karl var rekinn af velli og nánast ótrúlegt að þeim hafi einungis tekist að skora eitt mark á þeim kafla, Anton Ari magnaður í marki Breiðabliks. Sölvi Geir Ottesen gerir þá breytingu á liði sínu og tekur Gylfa Þór af velli. Í næstu sókn skorar Breiðablik og Gylfalausir Víkingar ná ekki upp sama takti. Leikurinn var þá í jafnvægi þrátt fyrir að Víkingar voru manni fleiri. Sigurmarkið hefði getað dottið inn báðum megin, en svo varð ekki.
Bestu leikmenn
1. Anton Ari Einarsson
Anton frábær í marki Breiðabliks í dag, hélt þeim inni í leiknum. Varði eins og óður maður í marki Breiðabliks.
2. Gylfi Þór Sigurðsson & Damir Muminovic
Gylfi var virkilega góður, var eins og brúðumeistari þegar hann stýrði sóknum Víkings. Heimamenn misstu allan takt þegar hann fór af velli. Damir Muminovic á þó einnig hrós skilið, enda ekki á hverjum degi þar sem hann er með tvær stoðsendingar.
Atvikið
Jöfnunarmark Breiðabliks var ansi óvænt. Fullmannaðir Víkingar voru búnir að vera með algjöra yfirburði frá því að Viktor Karl var rekinn af velli og allt leit út fyrir að stigin þrjú myndu koma í Fossvog. Arnór Gauti náði einhvern veginn að kasta sér á boltann eftir hornspyrnu Breiðabliks og jafnaði metin.
Hvað þýða úrslitin?
Toppbaráttan getur varla verið meira spennandi, fjögur lið í harðri baráttu. Breiðablik er í fjórða sæti með 33 stig, en á þó leik til góða. Víkingar eru í 2. sæti með 39 stig, einu stigi frá toppliði Vals.
Vondur dagur
Viktor Karl missir boltann á stórhættulegum stað snemma í seinni hálfleik og brýtur af sér og uppsker rauða spjaldið. Sama hvort að rauða spjaldið hafi verið harður dómur eða ekki, bauð Viktor upp á þetta þegar hann missti boltann rétt fyrir utan teig sinna manna og fellir Daníel Hafsteinsson klaufalega. Kristinn Jónsson var sömuleiðis ekki sannfærandi í jöfnunarmarki Víkings þegar Óskar Borgþórsson fór illa með Kristinn. Hann var þó að glíma við smávægileg veikindi og var því tekinn af velli í hálfleik. Ég vil því nýta tækifærið og óska Kristni skjóts bata.
Dómarinn - 6
Stóra atvik leiksins er þegar Viktor Karl Einarsson er rekinn af velli. Ívar Orri dómari, metur það væntanlega sem svo að Viktor sé að ræna Daníeli Hafsteinssyni upplögðu marktækifæri, sem er að vísu rétt. Daníel var í upplögðu marktækifæri, einn með tíma á leiðinni inn í vítateig. Viktor Karl var þó ekki aftasti varnarmaður, en langt í þá Damir og Viktor Örn, næstu varnarmenn. Rautt spjald er ansi gróft, en samkvæmt reglubókinni góðu er það þó líklegast rétt. Nú þurfa frekari dómarafræðingar en ég að skerast inn í leikinn því ég er enn á báðum áttum.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason ('59)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('46)
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen ('59)
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason ('59)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('46)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('59)
29. Gabríel Snær Hallsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Eiður Benedikt Eiríksson ('78)

Rauð spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('52)