Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Keflavík
2
1
Njarðvík
Eiður Orri Ragnarsson '70 1-0
Marin Mudrazija '74 2-0
2-1 Oumar Diouck '94
06.09.2025  -  16:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og sumar í Keflavík
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Nacho Heras
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon
7. Kári Sigfússon ('62)
10. Stefan Ljubicic
11. Muhamed Alghoul ('85)
18. Ernir Bjarnason ('62)
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
25. Frans Elvarsson (f)
27. Viktor Elmar Gautason ('75)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('75)
5. Stefán Jón Friðriksson ('85)
8. Ari Steinn Guðmundsson
14. Marin Mudrazija ('62)
23. Eiður Orri Ragnarsson ('62)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Marin Mudrazija ('64)
Frans Elvarsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KEFLAVÍK SIGRAR LJÓSANÆTURSLAGINN! Keflvíkingar hafa hér betur og setja heldur betur stein í götu Njarðvíkinga og handa sér á lífi í baráttunni um umspilsæti.

97. mín
Aukaspyrna sem Njarðvíkingar fá fyrir utan teig og Aron Snær er mættur inn í teig úr marki Njarðvíkinga.
94. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
ER DRAMATÍK Í ÞESSU?! Lang innkast inn á teig dettur fyrir fæturnar á Oumar Diouck á fjærstöng sem þarf að hafa svolítið fyrir því að rusla boltanum yfir línuna.

Tvær mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma - ER SÉNS!?
91. mín
Sex mínútur í uppbót
88. mín
Tíminn er að renna út fyrir Njarðvíkinga.
86. mín
Viggó Valgeirs með tilraun sem Sindri Kristinn grípur.
85. mín
Inn:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Út:Muhamed Alghoul (Keflavík)
84. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Verður í banni í lokaumferðinni.
82. mín
Fyrirgjöf frá Arnleifi sem svífur yfir markið.
80. mín
Það er að færast smá hiti í þetta.
79. mín Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
78. mín Gult spjald: Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
77. mín
Viggó með fyrirgjöf sem endar í hliðarnetinu en Njarðvíkingar fá horn.
75. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (Njarðvík) Út:Ali Basem Almosawe (Njarðvík)
75. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Njarðvík) Út:Kenneth Hogg (Njarðvík)
75. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Viktor Elmar Gautason (Keflavík)
74. mín MARK!
Marin Mudrazija (Keflavík)
Keflavik skorar aftur! Keflavík með frábæran kafla og búnir að skora tvö mörk! Spila aftur upp vinstri og koma boltanum fyrir markið. Aron Snær ver frábærlega frá Eiði Orra en heldur ekki boltanum og Marin klárar frákastið!

KEFLAVÍK TVÖFALDA!!
70. mín MARK!
Eiður Orri Ragnarsson (Keflavík)
Keflavík tekur forystu! Frábær sókn hjá Keflvíkingum endar með fyrirgjöf frá vinstri sem dettur fyrir Eið Orra Ragnarsson, fyrrum leikmann Njarðvíkur sem klárar þetta með frábæru skoti óverjandi út við stöng!

KEFLAVÍK LEIÐIR!!
67. mín
Almo með tilraun en beint á Sindra Kristinn.
64. mín Gult spjald: Marin Mudrazija (Keflavík)
Ekki mikill séns þarna.
62. mín
Inn:Marin Mudrazija (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
62. mín
Inn:Eiður Orri Ragnarsson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
56. mín
Njarðvíkingar að komast í þokkalega stöðu en flaggið á loft.
55. mín
Almo með skot framhjá markinu.
50. mín
Almo með fínasta sprett en Keflvíkinga ná að henda sér fyrir skotið frá honum.
47. mín
Kraftur í Keflvíkingum út úr hálfleiknum.
46. mín
Þetta er farið af stað aftur! Keflvíkingar sparka þessu af stað.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik Njarðvíkingar verið betri aðilinn í þessum leik en við höfum þó ekki enn fengið fyrsta alvöru færi.

Fáum vonandi opnari leik í seinni hálfleik.
44. mín
Keflvíkingar í fínu færi en rétt framhjá fer boltinn.
44. mín
Arnleifur með fyrirgjöf fyrir markið eftir stutt horn og skalli frá Njarðvíkingum rétt framhjá.
43. mín
Svarið við fyrri spurningu er nei.
42. mín
Njarðvíkingar að fá áttundu hornspyrnu sína Allt er þegar áttunda er?
40. mín
Keflavík fær hornspyrnu Flottur sprettur hjá heimamönnum endar með hornspyrnu.
38. mín
Keflavík keyra hratt á Njarðvíkinga eftir hornspyrnu gestana og eru í hörku stöðu tveir á tvö en fara hrikalega illa með stöðuna og Njarðvíkingar verjast þessu frábærlega.
34. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað Almo feldur rétt fyrir utan teig.

Tekur spyrnuna sjálfur og lyftir ekki hátt framhjá markinu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnur Nokkarar í röð hjá gestunum áður en Keflavík kemur boltanum burt.
29. mín
Dominik Radic! Frábær sprettur hjá Dominic Radic sem kemur sér inn á teig, lyftir boltanum yfir Sindra Kristinn en varnarmenn Keflavíkur koma þessu til bjargar!
28. mín
Arnar Helgi með flottan bolta inn á teig en Njarðvíkingar rétt missa af honum inn á teig og hann fer framhjá.
25. mín
Kári Sigfússon með fínasta sprett upp vinsti og lyftir boltanum aðeins of hátt inn á teig yfir alla og afturfyrir.
24. mín
Almo vinnur boltann hátt á vellinum og kemur boltanum á Dominic Radic sem kemur með skot beint á Sindra Kristinn!
16. mín
Það er kraftur í Njarðvíkingum hér í upphafi en bíðum þó enn eftir fyrsta færi leiksins.
15. mín
Frans Elvarsson straujar Tómas Bjarka og sleppur með spjaldið.
12. mín
Verð bara að hrósa stemningunni hérna á HS Orkuvellinum í dag. Þétt setinn stúka og báðar stúkur syngjandi og trallandi í frábæru veðri!
7. mín
Njarðvíkingar ógnandi í tveimur hornum en ná þó ekki tilraun á markið.
5. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta horn leiksins.
4. mín
Joao Ananias reynir fyrirgjöf en Sindri Kristinn kemur vel út og handsamar boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Það er Dominik Radic sem sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Stúkan hefur sjaldan verið jafn pökkuð! Það má búast við hörku stemningu!
Fyrir leik
Spámaðurinn Ari Sigurpálsson leikmaður Elfsborg fær það verkefni að spá í spilin fyrir komandi umferð í Lengjudeildinni sem fer fram í dag.

Mynd: Elfsborg


Keflavík 1-1 Njarðvík
Það fara tvö rauð spjöld á loft og þetta verður líklegast alvöru derby á Ljósanótt, en endar jafnt.

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar Fyrri leikur liðana í sumar fór fram á JBÓ vellinum í Njarðvík í lok júní.
Þar höfðu Njarðvíkingar betur með þremur mörkum gegn einu.
Kári Sigfússon kom Keflvíkingum yfir á 61' mín en Njarðvíkingar snéru leiknum með þremur mörkum á síðasta korterinu. Björn Aron Björnsson jafnaði leikinn á 77' mín, Oumar Diouck kom Njarðvíkingum yfir tveim mínútum seinna og Dominik Radic innsiglaði svo sigurinn af vítapunktinum á 90' mín.

Fyrir leik
Keflavík Keflvíkingar máttu þola slæmt tap gegn ÍR í síðust umferð. Leikur sem hefði getað komið þeim upp í umspilsæti með sigri en urðu að sætta sig við 4-2 tap.
Keflavík eru enn í séns á umspili en verða að vinna í dag til þess að halda þeim draumi lifandi fyrir lokaumferð.

Keflavík hefur skorað 47 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:

Kári Sigfússon - 9 mörk
Muhamed Alghoul - 6 mörk
Marin Mudrazija - 5 mörk
Ásgeir Páll Magnússon - 3 mörk
Stefan Alexander Ljubicic - 3 mörk
Eiður Orri Ragnarsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð þegar þeir lögðu Leikni af velli með þremur mörkum gegn einu.
Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um toppsæti deildarinnar og verða helst að ná sigri í dag til þess að vera áfram í séns fyrir lokaumferðina.

Njarðvíkingar hafa verið duglegir fyrir framan markið og skorað 46 mörk í sumar. Þessi mörk hafa raðast á:

Oumar Diouck - 13 mörk
Dominik Radic - 10 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 4 mörk
Valdimar Jóhannsson 4 mörk
Arnleifur Hjörleifsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson verður með flautuna í dag og honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Tomasz Piotr Zietal.
Eftirlitsmaður KSÍ er Gunnar Helgason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á HS Orku völlinn Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fer á HS Orku vellinum í Keflavík á sjálfri Ljósanótt.

Nágrannaslagur á bæjarhátíð í 21. umferð þar sem allt verður undir!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

21. umferð - laugardagur 6. september
16:00 HK-Þróttur R. (Kórinn)
- Dómari: Twana Khalid Ahmed
16:00 Grindavík-ÍR (Stakkavíkurvöllur)
- Dómari: Helgi Mikael Jónasson
16:00 Keflavík-Njarðvík (HS Orku völlurinn)
- Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
16:00 Þór-Fjölnir (Boginn)
- Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
16:00 Leiknir R.-Selfoss (Domusnovavöllurinn)
- Dómari: Pétur Guðmundsson
16:00 Fylkir-Völsungur (tekk VÖLLURINN)
- Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson


Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg ('75)
9. Oumar Diouck
13. Dominik Radic
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
23. Thomas Boakye
29. Ali Basem Almosawe ('75)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
31. Andrés Már Kjartansson (m)
10. Valdimar Jóhannsson ('75)
16. Svavar Örn Þórðarson
17. Símon Logi Thasaphong
18. Björn Aron Björnsson
21. Viggó Valgeirsson ('75)
25. Ýmir Hjálmsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Arnar Helgi Magnússon ('78)
Oumar Diouck ('79)

Rauð spjöld: