Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
KA
0
0
Vestri
14.09.2025  -  14:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson er dómari leiksins. Ragnar Þór Bender og Eðvarð Eðvarðsson verða honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson er fjórði dómari og Bragi Bergmann eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Boð og bönn Jóan Símun Edmundsson verður í banni hjá KA í dag og Vestri verður án Fatai Gbadamosi vegna leikbanns.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Liðin mættust í fyrri leik liðanna fyrir Vestan í 11. umferð þar sem Vestri hafði betur. Diego Montiel skoraði eina mark leiksins i fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Bjössi Hreiðars spáir heimasigri Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er mikill sérfræðingur um deildina, spáir í lokaumferðina.

KA 2 - 0 Vestri
Tvö flott lið mætast í svakalegum leik. KA nýtir sér heimavöllinn og vinna. Hallgrímur og Birnir skora í sitthvorum hálfleik. KA liggur svo á bæn um að leikurinn í Krikanum fari ekki jafntefli og að ÍBV vinni ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Vestri átt frábært tímabil. Liðið var í toppbaráttu í upphafi móts og varð bikarmeistari. Liðið hefur nælt í fimm stig úr síðustu fimm leikjum.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fyrir leik
KA KA hefur verið mikið jójó lið undanfarið. Liðið tapaði á ótrúlegan hátt gegn Stjörnunni í siðustu umferð 3-2 eftir að hafa komist í 2-0 en sigurmark Stjörnunnar kom í blálokin. Fyrir þann leik hafði liðið unnið og gert jafntefli til skiptis í fimm leikjum í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Barist um sæti í efri hlutanum Liðin gera sér von um að enda í efri hlutanum fyrir tvískiptinguna en bæði lið eru fyrir neðan strikið eins og staðan er núna. Vestri er í 8. sæti með 27 stig, stigi á eftir Fram og ÍBV sem eru í 6. og 7.sæti og tveimur stigum á eftir FH sem er í 5. sæti. KA er í 9. sæti með 26 stig.

5. FH 29 stig
6. Fram 28 stig
7. ÍBV 28 stig
8. Vestri 27 stig
9. KA 26 stig

FH fær Fram í heimsókn á sama tíma og þessi leikur fer fram, klukkan 14. ÍBV heimsækir Breiðablik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Allt undir á Greifavellinum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Vestra í lokaumferðinni í Bestu deildinni fyrir tvískiptingu. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: