Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
ÍA
0
0
Afturelding
15.09.2025  -  16:45
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómari og fylgdarlið
Arnar Þór Stefánsson er dómari leiksins á Akranesi. Honum til halds og traust eru Eysteinn Hrafnkelsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er titlaður varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Gunnar Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bjössi Hreiðars spáir Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er mikill sérfræðingur um deildina, spáir í leiki umferðarinnar. Hann var með sigurvegara í þremur af fjórum leikjum gærdagsins rétta og aðeins hans gömlu félagar í Val sem brugðust honum þar. Spurning hvort hann haldi sama dampi í spá sinni í dag. Bjössi var ekkert að flækja hlutina um of i spá sinni fyrir leik ÍA og Aftureldingar.

ÍA 2 - 0 Afturelding
IA mæta vel peppaðir í þennan leik og sjá þarna færi á að halda sér á lífi og nýta það.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍA
Skagamenn lifa enn þó margir hafi verið tilbúnir að fella þá fyrir þó nokkru síðan. Útlitið er vissulega ekki bjart sem stendur en eftir öflugan sigur á Breiðablik á dögunum má segja að liðið sé með örlögin í eigin höndum.

Liðið þarf þó sigur í kvöld til þess að lyfta sér úr botnsæti deildarinnar og má auk þess illa við að tapa stigum í þeim leikjum sem framundan eru eftir skiptingu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Afturelding
Gestirnir úr Mosfellsbæ hafa verið límdir við 11. og næst neðsta sæti undanfarnar vikur eftir ágætt gengi framan af móti. Það reynist dýrt að vinna ekki leiki en bið Aftureldingar eftir sigri er orðin ansi löng.

Alls níu leiki hefur liðið nú leikið án sigurs frá því að Mosfellingar fögnuðu 2-1 útisigri á ÍBV á Jónsmessunni þann 23.júní síðastliðinn. Fyrir þá sem kjósa fremur að telja daga telst mér það til að það séu 84 dagar.

Afturelding getur þó hrist vel upp í hlutunum með sigri á Akranesi nú í dag. Vinni þeir leikinn senda þeir lið KR í fallsæti fyrir skiptinguna en tapi þeir verða þeir á botninum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Botnslagur á Skipaskaga
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Elkem vellinum á Akranesi. Framundan er uppgjör tveggja neðstu liða deildarinnar ÍA og Aftureldingar en flautað verður til leiks klukkan 16:45.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: