Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Stjarnan
2
3
Breiðablik
Benedikt V. Warén '12 1-0
1-1 Anton Logi Lúðvíksson '19
Örvar Eggertsson '34 2-1
2-2 Höskuldur Gunnlaugsson '55
2-3 Höskuldur Gunnlaugsson '77
26.10.2025  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1033
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('65)
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason (f) ('65)
23. Benedikt V. Warén ('85)
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
78. Bjarki Hauksson ('65)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Ðuro Stefan Beic (m)
11. Adolf Daði Birgisson
15. Damil Serena Dankerlui ('65)
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('65)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Alex Þór Hauksson
37. Haukur Örn Brink ('85)
42. Bjarki Friðjón Sæmundsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('65)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Mátti ekki tæpara standa
Hvað réði úrslitum?
Það er ekkert launungamál að Breiðablik stýrði leiknum hér í dag. Stjarnan refsaði Blikum harkalega í fyrri hálfleik með vel útfærðri skyndisókn og hröðu upphlaupi. Það er með lífsins ólíkindum hvernig Blikum tókst ekki að skora fleiri en þrjú mörk í dag. Tréverkið virtist vera þeirra helsti óvinur þar sem boltinn hafnaði þar fjórum sinnum eftir marktilraunir Blika. Stjörnumenn vörðust og börðust, þeir sluppu fyrir horn og tryggðu sér Evrópusætið, en það mátti ekki tæpara standa.
Bestu leikmenn
1. Höskuldur Gunnlaugsson
Fyrirliðinn frábær í dag, skoraði tvö mörk og var hársbreidd frá því að bæta því þriðja við. Meira um það í Atvikinu.
2. Örvar Eggertsson
Örvar skoraði og lagði upp ásamt því að eiga stangarskot í seinni hálfleik, virkilega góður í dag eins og hann hefur verið á tímabilinu.
Atvikið
Þegar langt var liðið á uppbótartímann gáfu Blikar fyrir. Boltinn í miðjan teiginn, Höskuldur Gunnlaugsson gerir sér lítið fyrir og hleður í hjólhestaspyrnu. Hann smellhittir hann en boltinn, því miður fyrir Blika, í þverslána. Hefði þetta farið inn hefði þetta mark tryggt þeim í Evrópu, fullkomnað þrennu Höskulds ásamt því að vera mark tímabilsins. Vert að nefna mark Antons Loga var ekki af verri endanum heldur.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan endar í 3. sæti og leikur í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á næsta ári. Breiðablik sitja Evrópulausir eftir í fjórða sæti.
Vondur dagur
Aron Bjarnason fékk tvö frábær færi til þess að skora en náði ekki að nýta þau, leikmaður á þessum gæðaflokki hefði átt að nýta annað þessara færa í hið minnsta.
Dómarinn - 9
Ívar Orri og félagar flottir í dag, ekkert við þá að sakast.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson ('60)
11. Aron Bjarnason ('60)
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson ('72)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('60)
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
8. Viktor Karl Einarsson ('60)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('60)
19. Kristinn Jónsson ('72)
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
45. Þorleifur Úlfarsson ('60)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('8)
Damir Muminovic ('23)
Óli Valur Ómarsson ('92)

Rauð spjöld: