Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Breiðablik
2
1
Stjarnan
0-1 Halldór Orri Björnsson '22
Guðjón Pétur Lýðsson '55 , víti 1-1
Nichlas Rohde '64 2-1
29.08.2013  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Góðar. Blautur völlur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1286
Byrjunarlið:
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('79)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
16. Ernir Bjarnason
17. Elvar Páll Sigurðsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sælir lesendur góðir og velkomnir í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli. Hér mætast Breiðablik og Stjarnan eftir tæpa klukkustund.
Fyrir leik
Bæði lið gera tvær breytingar á sínum liðum frá seinasta leik. Hjá Blikum koma Guðjón Pétur Lýðsson og Nichlas Rodhe inn fyrir þá Olgeir Sigurgeirsson og Tómas Óla Garðarsson.

Hjá gestunum tekur Veigar Páll Gunnarsson út leikbann og Tryggvi Sveinn Bjarnason er settur á bekkinn. Michael Præst og Kennie Chophart taka stöður þeirra.
Fyrir leik
Leikir þessara liða eru ávallt líflegir. Á seinustu fimm árum hafa liðin mæst átta sinnum í Pepsi-deild karla. Breiðablik hafa fimm þessara leikja, tveir hafa farið jafntefli og einn hefur endað með sigri Stjörnunnar. Í þessum átta leikjum hafa síðan verið skoruð 27 mörk. Ég ætla því að lofa minnst þremur mörkum.
Fyrir leik
Dómari þessa leiks er Þóroddur Hjaltalín og honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðsson og Sverrir Gunnar Pálmason. Eftirlitsmaður er Kári Gunnlaugsson.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er frestaður leikur úr 10. umferð. Fyrir leik eru gestirnir sæti ofar en heimamenn. Þriðja sætið er þeirra með 34 stig og geta með sigri farið í annað sætið með stigi meir en FH. Líkt og áður sagði eru Blikar sæti neðar með 29 stig en hafa leikið leik færra en Stjarnan. Sannkallaður sex stiga leikur að fara í gang.
Fyrir leik
Gengi liðanna í seinustu fimm leikjum er svipað. Stjörnumenn hafa fengið átta stig en Blikar stigi meir. Stjarnan hefur þó unnið seinustu tvo leiki sína en Breiðablik þrjú jafntefli í röð. Markaskorari Stjörnunnar í seinasta leik gegn ÍA, Tryggvi Sveinn Bjarnason, er á bekknum núna en Blikar gerðu markalaust jafntefli gegn Víkingi Ó.
Fyrir leik
Ég hef ekki hugmynd úr hvaða átt golan blæs en aðstæður eru ágætar. Einhver bleyta í vellinum engu að síður. Það er helst hægt að kvarta yfir tónlistinni á vellinum en DJ Óákveðinn virðist vera við stjórnvölin.
Fyrir leik
Liðin farin af inn í búningsherbergi. Styttist í leik.
Fyrir leik
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback mættur í stúkuna ásamt Heimi Hallgríms. Skoða Gunnleif, Jóa Laxdal og Kristinn Jónsson sennilega.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn. Fyrirliðar liðanna eru Finnur Orri Margeirsson hjá heimamönnum og Jóhann Laxdal hjá gestunum.
1. mín
Leikurinn hafinn. Stjarnan byrjar með boltann.
8. mín
Gullsprettur hjá Nichlas Rodhe. Fær boltann við hægri hornfána, klobbar Hörð í döðlur og tekur skot með vinstri. Hárfínt framhjá fjær stönginni.
11. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Kippti Andra Yeoman niður eftir að Yeoman tók boltann af honum.
12. mín
Ellert Hreinsson með slappt skot úr hálffæri.
14. mín
Kennie Chophart með skalla framhjá eftir fallega sendingu Daníels Laxdal. Flottur sprettur fyrirliðans upp vinstri kantinn.
20. mín
Kennie Chophart með skot af löngu færi framhjá markinu. Færi Rodhe enn það besta í leiknum hingað til.
22. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
Blikar ekki sáttir með þetta og púað duglega. Troost var með boltann og Garðar pressaði á hann, náði boltanum af honum á markteig, sendi fyrir markið þar sem Halldór Orri potaði boltanum yfir línuna.

Spurning hvort Garðar hafi brotið á Troost. Leit eilítið út fyrir það.
30. mín
Halldór Orri dansar með boltann heeillengi á vítateigshorninu og fær að taka skotið. Beint á markið og beint á Gulla.
32. mín
Blikar að færa sig upp á skaftið. Rodhe með tvö skot með stuttu millibili sem varnarmenn Stjörnunnar komust í veg fyrir. Hornspyrna.
34. mín
Dauðafæri! Finnur Orri tæklar boltann innfyrir þar sem Árni Vill fékk nægan tíma. Ingvar var eins og köttur í markinu og varði í horn. Flott markvarsla.
37. mín
Garðar Jó með flott tilþrif. Ætla að Zidane snúa sig framhjá Rene Troost og tókst það. Fór aftur fyrir endamark í leiðinni.
39. mín
ÞVÍLÍK BJÖRGUN! Kiddi Jóns með gullbolta innfyrir vörnina á Rodhe sem hljóp framhjá Ingvari. Skot hans á markið var allt alltof laust og kærulaust og Hörður Árnason náði að tækla boltann frá á marklínu.

Rosalegt. Ég var búinn að bóka mark.
45. mín
Kominn hálfleikur.
45. mín
Það sem stendur upp úr fyrri hálfleiknum er klárlega björgun Harðar á línu.
46. mín
Seinni hafinn.
48. mín
Rene Troost liggur eftir samstuð við Sandnes. Elfar Freyr farinn að hita upp.
51. mín
Halldór Orri með annan klukkutíma langan sprett sinn í þessum leik. Fékk hellings tíma með boltann, spólaði sig inn í teig og reyndi hælsendingu. Hún rataði á Ólaf Karl Finsen en hann setti boltann beint í Gunnleif.
53. mín
Martin Rauschenberg reynir skot af töluverðu færi. Fleygði honum duglega yfir markið.
54. mín
Víti. Doddi Hjaltalín flautar hendi á Garðar Jó.

Árni Vill fór í bakfallsspyrnu eftir horn sem fór í hendina á Garðari að mati dómarans.
55. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Smellti honum í mitt markið.
60. mín
Chophart lá eftir samstuð við Finn Orra og Þórodd Hjaltalín. Skondið atvik.
63. mín
Kiddi Jóns með fyrirgjöf sem Andri Yeoman skallar út vítaboganum. Ingvar náði að verja þetta örugglega.
64. mín MARK!
Nichlas Rohde (Breiðablik)
Stoðsending: Ellert Hreinsson
Ég lofaði þremur mörkum minnst og þau eru komin.

Ellert vippaði boltanum á Rodhe sem lék á Raushenberg að mér sýndist áður en hann setti hann í hornið framhjá Ingvari.
68. mín
Þórður Steinar með fast skot af hægri vængnum. Ingvar nær að grípa skotið.
73. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
73. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
Tryggvi fer upp á topp og Gunnar út á kant.
74. mín
Áhorfendur í dag eru 1286
74. mín
Rodhe að klikka á dauðafæri! Fékk gullbolta frá Árna Vill og þurfti í raun bara að koma knettinum framhjá Ingvari. Það gerði hann en setti hann í leið framhjá markinu. Gæti hæglega verið kominn með þrennu.
76. mín
Sótt í báðar áttir núna. Halldór með sendingu út á kant á Gunnar, hann krossar fyrir, boltinn yfir Tryggva. Garðar nær að kasta sér niður og skalla boltann rétt framhjá.
77. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Reif Árna Vilhjálms niður.
79. mín
Inn:Jordan Halsman (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Hent í fimm manna vörn í restina
87. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) Út:Nichlas Rohde (Breiðablik)
88. mín
Darraðadans í teig heimamanna. Garðar og Tryggvi þvældust hreinlega fyrir hvor öðrum. Garðbæingar klaufar. Allir menn Blika á sínum eigin vallarhelmingi núna.
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn og heimamenn með hornspyrnu. Virðast vera að sigla þessu í höfn.
90. mín
Gestirnir vilja víti. Gunnar með fyrirgjöf sem Halldór Orri reynir að tækla inn. Fellur og vill víti en fær ekki.
90. mín
Finnur Orri gerir heiðarlega tilraun til sjálfsmark. Skallar fyrirgjöf upp í loftið og yfir golla. Endar ofan á þaknetinu horn.
90. mín
Jóhann Laxdal með skalla rétt framhjá eftir hornið! Tæpt maður!
Leik lokið!
Verðskuldaður sigur heimamanna. Voru skeinuhættar í fyrri og mun betri í seinni hálfleik.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('73)
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('77)
Ólafur Karl Finsen ('11)

Rauð spjöld: