Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. febrúar 2019 11:24
Elvar Geir Magnússon
„Bjarni Ólafur er í fríi"
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Bjarni Ólafur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Ólafur Eiríksson var meðal áhorfenda í Egilshöllinni í gær þegar Valur tapaði fyrir KR í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Talað er um að Bjarni sé mögulega hættur í fótbolta en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

„Hann er bara í fríi. Hann hefur ekki tekið æfingar í smá tíma. Við sjáum bara hvað setur með það. Við sjáum hvað gerist þegar nær dregur," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir leikinn í gær.

Bjarni er 36 ára og á þrjá Íslandsmeistaratitla að baki og tvo bikarmeistaratitla.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Sigurbjörn í heild sinni en þar var hann meðal annars spurður út í það hvort Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður væri á leið á Hlíðarenda.
Bjössi Hreiðars: Veit ekki hvaða heimildarmenn það eru
Athugasemdir
banner
banner