Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. febrúar 2023 11:45
Fótbolti.net
Breiðablik auglýsir eftir deildarstjóra Afreksstarfs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins sem starfrækir umfangsmikið barna- og unglingastarf ásamt öflugu afreksstarfi. Höfuðstöðvar félagsins og starfsstöð er í Dalsmára 5 og 7 í Kópavogi.

Starfssvið

Deildarstjóri afreksstarfs Knattspyrnudeildar Breiðabliks fylgir eftir skipulagi og stefnumótun Knattspyrnudeildar. Meginhlutverk deildarstjóra verður að halda utan um þau verkefni sem eru á forræði meistaraflokksráða og afrekshópa félagsins. Einnig að hafa forystu um vinnslu þeirra verkefna og framgang í samráði við stjórn knattspyrnudeildar, meistaraflokksráða karla og kvenna og framkvæmdastjóra Breiðabliks. Jafnframt gerir deildarstjóri rekstraráætlun í samráði við fyrrgreinda aðila og fylgir henni eftir. Undir afrekssvið falla meistaraflokkar karla og kvenna, afrekshópar yngri flokka og samskipti við venslafélög Breiðabliks.


Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf og/eða mikil reynsla sem nýtist í starfi

Þekking og skilningur á starfssemi knattspyrnudeilda

Framúrskarandi hæfni í samskiptum

Drifkraftur og hæfni til að leiða verkefni og hópa

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Góð tölvukunnátta

Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti

Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k.

Umsóknum ásamt ferilskrá/kynningarbréfi skal skilað til framkvæmdastjóra Breiðabliks á netfangið [email protected] eigi síðar en 10. febrúar 2023.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.


Athugasemdir
banner