Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. febrúar 2023 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lætur Merson heyra það eftir ummælin um Sabitzer
Marcel Sabitzer.
Marcel Sabitzer.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki ánægður með ummæli sem Paul Merson lét falla um Marcel Sabitzer á gluggadeginum í gær.

Man Utd sótti hinn 28 ára gamla Sabitzer á láni frá Bayern München í gær. Hann kemur til með að hjálpa United á miðsvæðinu í ljósi meiðsla Donny van de Beek og Christian Eriksen.

„Marcel Sabitzer kemst ekki í liðið hjá Bayern München. Ég veit að þeir eru með tvo trausta leikmenn á miðsvæðinu en ef hann væri það góður þá væri hann að veita þeim samkeppni. Mér finnst þetta líta út eins og örvænting hjá Manchester United. Félagið hafði engan áhuga á honum 1. janúar," sagði Merson, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, á Sky Sports í gær.

„Þetta er orðin örvænting þegar þú ert að reyna að kaupa varaskeifur frá Bayern München. Ég er ekki viss um að hann geri United betra lið."

Ferdinand er ósammála Merson og er hæstánægður með að fá Sabitzer inn.

„Ég horfði mikið á leikmanninn hjá RB Leipzig og hann var stórkostlegur. Hann var mikilvægur í öllu sem liðið gerði," sagði Ferdinand í hlaðvarpi sínu í dag. „Hann fór til Bayern og tókst ekki að vera byrjunarliðsmaður þar, en það eru mjög mikilvægir leikmenn fyrir framan hann sem hafa verið lengi hjá félaginu."

„Ég sá ummælin hjá Paul Merson og fyrir mér lítur þetta út eins og hann hafi aldrei séð hann spila. Þú ert ekki keyptur til Bayern ef þú ert algjört bjáni. Hann er mjög góður fótboltamaður og ég trúi því að Man Utd hefði ekki getað gert neitt betur í þessari stöðu."
Athugasemdir
banner
banner