Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. febrúar 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe klikkaði tvisvar á punktinum og fór síðan meiddur af velli
Kylian Mbappe hefur átt betri leiki
Kylian Mbappe hefur átt betri leiki
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe átti ömurlegan dag á skrifstofunni er Paris Saint-Germain vann Montpellier, 3-1, í frönsku deildinni í kvöld.

Mbappe, sem er varafyrirliði PSG, byrjaði leikinn og gat komið liðinu í forystu á 10. mínútu er Christopher Jullien braut af sér í teignum og var það auðvitað Mbappe sem fór á punktinn.

Frakkinn setti boltann alveg við stöng vinstra megin en Benjamin Lecomte sá við honum. Lecomte steig af línunni og var því vítið endurtekið en það skipti engu máli.

Lecomte sá aftur við honum og barst frákastið á Mbappe sem klúðraði af stuttu færi.

Ellefu mínútum síðar meiddist hann og var skipt af velli. Það breytti ekki miklu. Fabian Ruiz og Lionel Messi skoruðu og þá gerði hinn 16 ára gamli Warren Zaire-Emery þriðja markið. PSG er með fimm stiga forystu á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner