Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. febrúar 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Pogba aftur á meiðslalistann - Ekki spilað mótsleik síðan í apríl
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, segir að serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic muni byrja gegn Lazio í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins á morgun. Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er hinsvegar kominn aftur á meiðslalistann eftir að hafa hlotið minniháttar meiðsli.

Pogba var ónotaður varamaður gegn Monza um síðustu helgi og hefur ekki spilað mótsleik síðan í apríl 2022. Hann gekk í raðir Juventus að nýju á frjálsri sölu frá Manchester United síðasta sumar og skrifaði undir fjögurra ára samning. Hann hefur verið á meiðslalistanum síðan og er nú meiddur í mjöðm.

Vlahovic mun byrja sinn fyrsta leik síðan í október en Allegri segist ekki viss um hvort hann geti spilað heilan leik.

„Vlahovic mun byrja, ég hef ekki ákveðið varðandi aðra leikmenn. Leikurinn gæti vel orðið 120 mínútur, varamennirnir verða mikilvægir. Ég mun ákveða byrjunarliðið eftir æfingu á morgun," segir Allegri.

Juventus hefur komist í úrslitaleik ítalska bikarsins átta sinnum á síðustu ellefu tímabilum, unnið í fimm af þeim leikjum og fjórum undir Allegri.

Juventus er í 13. sæti í ítölsku A-deildinni eftir að 15 stig voru dregin af liðinu. Liðið er 15 stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner