Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Bayern að fá vinstri bakvörð frá Reading
Omar Richards er á leið til Bayern
Omar Richards er á leið til Bayern
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistarar Bayern München eru að fá enska vinstri bakvörðinn Omar Richards frá enska B-deildarfélaginu Reading en það er Sky Sports sem greinir frá.

Richards er 23 ára gamall en hann ólst upp hjá Fulham áður en hann gekk í raðir Reading árið 2016.

Hann hefur spilað 92 leiki og skorað 3 mörk fyrir Reading en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Samkvæmt Sky Sports hefur hann komist að samkomulagi um að ganga til liðs við Bayern München í sumar en hann stóðst læknisskoðun á dögunum og mun í kjölfarið skrifa undir fjögurra ára samning við félagið.

Þetta eru nokkuð óvænt félagaskipti en hann mun fara beint í aðalliðið og berjast við Alphonso Davies um vinstri bakvarðarstöðuna.

Richards hefur spilað 1 leik fyrir U21 árs landslið Englands og verið öflugur í varnarllínu Reading.
Athugasemdir
banner
banner
banner