Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. mars 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Milan undirbýr tilboð í Tomori
Milan ætlar að kaupa Tomori
Milan ætlar að kaupa Tomori
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan undirbýr nú kauptilboð í enska miðvörðinn Fikayo Tomori en Sky Italia fullyrðir þetta í kvöld.

Tomori gekk til liðs við Milan á láni frá Chelsea í janúar en Milan er með forkaupsrétt á leikmanninum.

Enski varnarmaðurinn hefur spilað afar vel með Milan frá því hann kom en hann byrjaði í 2-1 sigri liðsins á Roma í gær og fékk mikið lof fyrir frammistöðuna.

Það vakti athygli að Stefano Pioli ákvað að byrja Tomori frekar en Alessio Romagnoli, fyrirliða liðsins, en Milan vill nú gera vistaskiptin varanleg.

Milan getur keypt Tomori fyrir 28 milljónir evra og er félagið nú að undirbúa kauptilboð í þennan 23 ára gamla varnarmann.

Tomori hefur spilað sjö leiki fyrir Milan frá því í janúar en hann hefur ekki enn rætt um framtíð sína við Thomas Tuchel, stjóra Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner