Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 01. mars 2021 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Vinicius Junior bjargaði stigi fyrir Real Madrid
Vinicius Junior skoraði mark Real Madrid
Vinicius Junior skoraði mark Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 1 Real Sociedad
0-1 Cristian Portu ('55 )
1-1 Vinicius Junior ('89 )

Zinedine Zidane og lærisveinar hans hjá Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli við Real Sociedad í spænsku deildinni í kvöld en brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior jafnaði metin fyrir heimamenn þegar lítið var eftir af leiknum.

Madrídingar voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér urmul af færum. Mariano átti besta færi á 23. mínútu er hann átti skalla í slá eftir sendingu frá Lucas Vazquez.

Þrátt fyrir margar tilraunir tókst þeim ekki að skora í fyrri hálfleiknum en liðið varð svo fyrir áfalli á 55. mínútu er Cristian Portu kom Sociedad yfir.

Portu skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Nacho Monreal en Ferland Mendy átti ekki möguleika í einvíginu með Portu.

Það var ekki fyrr en undir lok leiks er Vinicius Junior jafnaði eftir sendingu frá Vazquez og náði í stig fyrir Madrídinga sem eru í 3. sæti með 53 stig, fimm stigum á eftir Atlético Madríd.
Athugasemdir
banner
banner