Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Malmö úr leik í sænska bikarnum eftir tap gegn GAIS
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska stórliðið Malmö tapaði óvænt fyrir GAIS, 1-0, í riðlakeppni sænska bikarsins í kvöld en sigurmarkið koma snemma leiks. Malmö, sem er sigursælasta lið í sögu bikarsins, er úr leik.

Adnan Maric gerði eina mark leiksins fyrir B-deildarlið GAIS en það kom á 12. mínútu leiksins.

Arnór Ingvi Traustason byrjaði á bekknum hjá Malmö en kom inná á 65. mínútu.

Malmö hefur tapað báðum leikjum sínum í riðlinum og er því úr leik í sænska bikarnum en GAIS er á toppi riðilsins með 6 stig en eitt stig dugir liðinu gegn Västerås í lokaumferðinni.

Þetta er hins vegar mikill skellur fyrir Malmö sem komst í úrslitaleik sænska bikarsins á síðustu leiktíð en liðið hefur unnið bikarinn fjórtán sinnum eða oftast allra liða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner