Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 01. maí 2020 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
Enska úrvalsdeildin kláruð á hlutlausum völlum
Hægt að búast við þessari sjón ef úrvalsdeildin fer af stað í sumar.
Hægt að búast við þessari sjón ef úrvalsdeildin fer af stað í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensk úrvalsdeildarfélög funduðu með stjórn úrvalsdeildarinnar í dag. Þar var þeim meðal annars tilkynnt að tímabilið yrði klárað á hlutlausum leikvöngum og það þyrfti allt að 40 þúsund veirupróf fyrir leikmenn og starfsfólk.

Það eru 92 leikir eftir af deildartímabilinu og yrðu þeir allir spilaðir á tíu leikvöngum, fyrir luktum dyrum. Tímabilið fer aftur af stað „þegar það er öruggt og viðeigandi".

„Engar ákvarðanir voru teknar á fundi dagsins. Félög fengu stöðuuppfærslu og skiptust á skoðunum," segir meðal annars í yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni.

„Á fundinum var samþykkt að leikmannasambandið (PFA) og þjálfarasambandið (LMA) séu mikilvægir aðilar í þessum umræðum."

Fundurinn fylgdi fundi ríkisstjórnarinnar með nokkrum af helstu íþróttasamböndum Englands þar sem rædd voru næstu skref til að koma íþróttaheiminum aftur í gang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner