fös 01. maí 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Brasilíu: Litlar líkur á að fótboltamenn láti lífið
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er umdeildur einstaklingur.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er umdeildur einstaklingur.
Mynd: Getty Images
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, vill sjá fótboltakeppnir hefjast í landinu fljótlega. Hann heldur því fram að minni líkur séu á því að fótboltamenn láti lífið vegna veirunnar þar sem þeir séu í góðu líkamlegu ásigkomulagi.

Bolsonaro gefur ekki mikið fyrir hættuna af kórónuveirunni, hann hefur líkt veirunni við "litla flensu".

Efsta deild í Brasilíu átti að byrja núna í maí, en það er ólíklegt að það gerist þar sem meira en 5900 hafa látið lífið vegna kórónuveirunnar í landinu.

Ef Bolsonaro fær hins vegar einhverju ráðið um málið þá myndi fótbolti hefjast aftur í landinu fljótlega. „Fótboltamenn, ef þeir smitast, þá eru litlar líkur á því að þeir láti lífið. Þeir eru í góðu líkamlegu standi vegna þess að þeir eru íþróttamenn."

Hjá nágrannaþjóðinni Argentínu verður enginn fótbolti á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner