Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 01. maí 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gamla markið: Eitt það flottasta í íslenskum landsleik
Icelandair
Gylfi er frábær spyrnumaður.
Gylfi er frábær spyrnumaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Í dag, 1. maí, förum við aftur til ársins 2013 og skoðum stórkostlegt aukaspyrnumark Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Slóveníu í undankeppni fyrir HM 2014.

Gylfi skoraði tvennu í leiknum, en Slóvenía leiddi 1-0 í hálfleik. Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Gylfi með draumamarki beint úr aukaspyrnu. Samir Handanovic, sem nú leikur með Inter, gat engum vörnum komið við. „Magnað mark og eitt það flottasta sem skorað hefur verið í íslenskum landsleik," skrifaði Elvar Geir Magnússon í umfjöllun sinni um leikinn.

Smelltu hér til að sjá viðtal við Gylfa sem var tekið eftir leikinn.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]

Eldra efni í „gamla markið"


Athugasemdir
banner
banner
banner