Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. maí 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland þakkar leikmönnum PSG fyrir
Haaland fagnar mörkum sínum ávallt svona.
Haaland fagnar mörkum sínum ávallt svona.
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland hefur þakkað leikmönnum Paris Saint-Germain fyrir sitt framlag til að vekja athygli á hugleiðslu.

Haaland leikur með Dortmund í Þýskalandi, en það fór illa í leikmenn PSG þegar hann fagnaði mörkum sínum í 2-1 sigri í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Haaland fagnar mörkum sínum með því að setjast niður og fara í hugleiðslustellingu. Hann segist gera það því honum finnst gaman að hugleiða.

Haaland skoraði tvennu í fyrri leiknum gegn PSG og fagnaði báðum mörkum sínum eins og hann gerir alltaf. Það fór illa í Neymar og félaga sem léku eftir fagn hins 19 ára gamla Haaland í síðari leiknum sem Parísarfélagið vann 2-0.

Marquinhos, leikmaður PSG, er búinn að greina frá því að það var fyrir fram ákveðið hjá Neymar að gera grín að Haaland.

Haaland segir að hegðun Neymar og félaga hafi ekki truflað sig. „Þeir hjálpuðu mér mikið með því að vekja athygli á hugleiðslu og að það sé mikilvægt. Fyrir það vil ég þakka þeim," sagði Haaland við ESPN.

Eftir leikinn í París ákvað leikmannahópur PSG sem heild að gera grín að Haaland og fagni hans. PSG fékk áminningu frá UEFA fyrir óíþróttamannslega hegðun í kjölfar sigursins á Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner