Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. maí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig virkar tveggja metra reglan í hornspyrnum?
Glenn Murray.
Glenn Murray.
Mynd: Getty Images
Glenn Murray, sóknarmaður Brighton, er eins og margir aðrir frekar skelkaður við þeirri tilhugsun að hefja aftur keppni í enska boltanum.

Ekki hefur verið spilað í deildinni frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. 'Project Restart' áætlunin miðar við að deildin fari aftur af stað 8. júní og leikið verði bak við luktar dyr.

Mirror segir að félögin séu að skoða ýmsar hugmyndir en líklegt sé að hóteláætlun verði notuð en þá eru leikmenn einangraðir á hótelum í allt að sex vikur á meðan leikirnir eru kláraðir.

Félög deildarinnar munu funda frekar um það í dag um plön fyrir að hefja tímabilið aftur.

Murray er efins og segir hann í samtali við Daily Mail: „Það er ekki eins og það sé bara þannig að 25 manna hópur mæti 25 manna hópi. Það þarf mikið meira af fólki í kringum leiki og það held ég að setji mögulega fólk í hættu."

„Ég hef heyrt um að tveggja metra reglan (e. social distancing) verði í gildi þangað til á næsta ári. Ég skil ekki hvernig það er hægt á liðsæfingum og í leikjum. Hvernig virkar það til dæmis í hornspyrnu?"

„Þetta verður mjög erfitt, en það er annað fólk sem sér um að taka þessar ákvarðanir."

Sjá einnig:
Neville orðinn pirraður: Erum við með íþróttamálaráðherra?
Athugasemdir
banner
banner