fös 01. maí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsþjálfarinn horft á Courtois með stolti
Thibaut Courtois.
Thibaut Courtois.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er ánægður með það hvernig markvörðurinn Thibaut Courtois hefur komið til baka eftir erfiða byrjun með Real Madrid.

Courtois átti ekki jákvæða fyrstu leiktíð í Madríd og var inn og út úr byrjunarliðinu. Hann var í samkeppni við Kaylor Navas sem fór til Paris Saint-Germain síðasta sumar.

Courtois byrjaði ekki þetta tímabil frábælega, en hefur vaxið mikið og átt á heildina litið mjög gott tímabil.

Martinez er með Courtois í landsliði sínu og er ánægður fyrir hönd markvarðarins. „Það auðvelda fyrir hann hefði verið að henda inn handklæðinu eða að byrja að kenna öðru fólki um," sagði Martinez við El Bernabeu.

„Thibaut gerði allt annað. Hann sýndi mikinn þroska, gagnrýndi sjálfan sig mikið og er núna orðinn algjör lykilmaður fyrir Real Madrid."

„Það er enginn markvörður eins og Thibaut í nútímafótbolta. Ég stoltur horft á hann vaxa sem manneskja og íþróttamaður á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner