Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. maí 2020 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Leeds og West Brom upp ef ekki er hægt að klára tímabilið
Fær Leeds að fara upp?
Fær Leeds að fara upp?
Mynd: Getty Images
The Guardian segir að ef ekki verður hægt að klára ensku Championship-deildina þá vilji deildin helst senda upp Leeds og West Brom, tvö efstu lið deildarinnar eins og staðan er núna.

Sagt er ólíklegt að það verði hægt að klára Championship-deildina. Sama gildir um C og D-deildirnar á Englandi.

Fram kemur einnig í grein Guardian að umspilið í Championship-deildinni verði bara spilað. Þannig að liðin í þriðja til sjötta sæti deildarinnar, eins og staðan er núna, taki þátt í umspili um þriðja og síðasta sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Það væru Brentford, Fulham, Nottingham Forest og Preston sem myndu taka þátt í umspilinu ef það fer fram.

Vonast er til að klára ensku úrvalsdeildina, en það myndi augljóslega auka flækjustigið ef ekki verður hægt að gera það.
Athugasemdir
banner