Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. maí 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miedema: Kvennafótboltinn lendir væntanlega í vandræðum
Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal.
Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Vivianne Miedema, markaskorari Arsenal og hollenska landsliðsins, hefur áhyggjur af stöðu mála í kvennafótboltanum á tímum kórónuveirunnar.

Mikil þróun hefur til að mynda verið á Englandi þar sem Miedema spilar með einu sterkasta liðinu, Arsenal.

„Kvennafótboltinn mun væntanlega lenda í vandræðum eftir þetta allt saman," sagði Miedema við BBC.

„Við hjá Arsenal erum frekar heppnar þar sem þetta er risastórt félag, en ég held að mörg félög gætu lent í vandræðum þar sem fjárhagstapið verður mikið. Sum félög munu skera niður í kvennaknattspyrnunni og að mínu mati er það auðvitað ekki rétt ákvörðun."

Ekki er búið að taka ákvörðun um það hvort eigi að aflýsa úrvalsdeild kvenna á Englandi. Áður en deildin var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins voru Manchester City, Chelsea og Arsenal í harðri titilbaráttu.

Sjá einnig:
Hegerberg: Mikilvægt að taka ekki tvö skref aftur á bak
Athugasemdir
banner
banner
banner