fös 01. maí 2020 13:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville leggur til að klára ensku úrvalsdeildina í öðru landi
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, sem starfar núna sem sérfræðingur á Sky Sports leggur það til að klára ensku úrvalsdeildina erlendis ef planið er enn að klára deildina.

Félög deildarinnar funda í dag um mögulegar leiðir til að klára ensku úrvalsdeildina, en ekki hefur verið spilað í deildinni síðan 13. mars.

Neville var í The Football Show á Sky Sports í dag og þar sagði hann: „Ef ensku úrvalsdeildinni er fúlasta alvara með að spila þá leiki sem eftir eru í öruggu umhverfi á tvo eða þrjá staði sem eru lausir við kórónuveiruna."

„Þeir myndu taka leikmenn og aðra sem koma að leiknum eins og fjölmiðlamenn, fara í sóttkví í viku eða tvær og spila leikina í umhverfi sem er veirulaust."

Í Bretlandi hafa rúmlega 26,700 látið lífið vegna veirunnar, en enn er í gildi útgöngubann í landinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner