Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. maí 2020 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nokkur frönsk félög ósátt - „Verið að ræna okkur tækifæri"
Jean-Michel Aulas.
Jean-Michel Aulas.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay og félagar í Lyon missa af Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan 1997.
Memphis Depay og félagar í Lyon missa af Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan 1997.
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, finnst niðurstaða frönsku úrvalsdeildarinnar ósanngjörn. Hann gengur svo langt að saka deildina um rán.

Meira en 24 þúsund hafa látist í Frakklandi vegna kórónuveirunnar og var keppni aflýst í frönsku úrvalsdeildinni síðastliðinn þriðjudag eftir að Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði að allar íþróttakeppnir væru bannaðar þar til í ágúst.

Í kjölfarið var ákveðið veita Paris Saint-Germain franska meistaratitilinn á meðan Marseille og Rennes tæku hin Meistaradeildarsætin. Tvö lið falla, Amines og Toulouse. Ákveðið var að fara eftir meðalfjölda stiga úr leik hverjum í deildinni í vetur.

Lyon, sem er enn í Meistaradeildinni, endar í sjöunda sæti og er ekki á leiðinni í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan 1997. Lyon tilkynnti það í gærkvöldi að félagið íhugi nú að fara í mál við frönsku deildina varðandi ákvörðunina að enda tímabilið.

Í viðtali við franska dagblaðið Le Progres sagði Aulas: „Við mótmælum ákvörðuninni á þremur stigum. Stöðvun frönsku deildarinnar var ákvörðuð af frönsku deildinni á grundvelli upplýsinga frá frönskum stjórnvöldum, en svo komu aðrar upplýsingar eins og til dæmis frá íþróttamálaráðherranum að það væri hægt að spila á bak við luktar dyr og fyrir framan minna en 5 þúsund áhorfendur."

„Okkur finnst franska deildin hafa unnið mjög fljótfærnislega. Við höfum sett upp nokkrar aðrar sviðsmyndir og er úrslitakeppni eitthvað sem myndi heilla margar sjónvarpsstöðvar."

„Ég vil ekki ráðast á eitthvað eitt félag en Nice (sem endaði í fimmta sæti) spilaði meiri heimaleiki en við og hafði aðeins spilað einu sinni gegn PSG á meðan Lyon spilaði tvisvar gegn þeim. Síðustu tíu árin hefur Lyon að minnsta kosti þrisvar komið til baka á lið í öðru sæti eftir að hafa verið meira en tíu stigum á eftir. Það er verið að ræna okkur tækifæri. Við ætlum að sækjast eftir margra milljón evra skaðabótum."

Amiens, sem fellur úr deildinni, hefur einnig hótað að fara í málaferli við frönsku deildina. Þeir segja það óréttlátt að félagið falli úr deildinni þegar ekki er hægt að klára mótið.

Sjá einnig:
Franska deildin verður af gríðarlegum tekjum
Athugasemdir
banner
banner
banner