banner
   fös 01. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Norðmenn kaupa réttinn á færeysku deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaheimurinn er enn stopp vegna kórónuveirunnar en færeyski boltinn á að hefjast 9. maí.

Fótboltaþyrstir knattspyrnuunnendur hafa verið að fylgjast með hvítrússneska boltanum undanfarnar vikur og nú bætist færeyski boltinn við veisluna.

Norðmenn munu fylgjast með frændum okkar í Færeyjum í sumar og er TV 2 Sporten búið að kaupa sýningarréttinn.

Svipað gæti gerst þegar íslenski boltinn fer aftur af stað. Stefnt er á að hefja leik í júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner