Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pape Gueye vill ekki lengur fara til Watford
Arsenal hafði einnig áhuga á Pape Gueye en mistókst að landa honum.
Arsenal hafði einnig áhuga á Pape Gueye en mistókst að landa honum.
Mynd: Watford
Watford tryggði sér miðjumanninn unga Pape Gueye á frjálsri sölu frá Le Havre og á hann að ganga í raðir félagsins í júlí.

Leikmaðurinn virðist þó vera búinn að skipta um skoðun og vill ekki fara til Watford, samkvæmt frétt L'Equipe.

Gueye var staðfestur sem nýr leikmaður Watford á miðvikudaginn en hann er nýlega búinn að skipta um umboðsmann.

„Við erum að skoða félagaskiptasamninginn. Við neitum ekki að samkomulag hafi náðst í samskiptum við fyrrum umboðsmann Pape Gueye en það er eitthvað óreglulegt í samningnum og við munum kafa ofan í málið," sagði Pierre-Henri Bovis, nýr umboðsmaður Gueye.

Franskir fjölmiðlar segja að Gueye og umboðsmaður hans hafi áhyggjur af því að miðjumaðurinn fái ekki spiltíma hjá sínu nýja félagi, heldur verði lánaður beint út til Udinese.

Pozzo fjölskyldan á bæði Udinese og Watford.
Athugasemdir
banner
banner
banner