Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 01. maí 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford tvöfaldar sitt framlag: Ég þurfti matargjafir
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hefur lagt mikið kapp í að leggja þeim sem minna mega sín lið á meðan kórónuveirufaraldurinn herjar harkalega á England.

Rashford leggur mikið upp úr því að hjálpa fátækum barnafjölskyldum sem reiða sig vanalega á skólamáltíðir til að halda börnum sínum gangandi yfir daginn.

„Fyrir sex vikum hófst samstarf mitt með Fare Share og er ég virkilega stoltur af þeim árangri sem við höfum nað. Í dag erum við að bjóða rúmlega 2 milljón máltíðir á viku til fólks sem þarf á þeim að halda. Þetta eru allt máltíðir sem þetta fólk gæti annars ekki orðið sér úti um," skrifaði Rashford á Twitter.

„Þegar ég var að alast upp vann móðir mín allan daginn til að tryggja að ég gæti allavega borðað kvöldmat. Ég þurfti að reiða mig á matargjafir og skólamáltíðir á venjulegum degi, annars hefði ég aldrei fengið að borða fyrr en klukkan 8 eða 9 á kvöldin. Það eru ekki öll börn jafn heppin og ég var að fá kvöldverð á hverju kvöldi...

„Þannig leggið þessari herferð aukið lið. Ég ætla að tvöfalda mitt framlag til hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner