Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. maí 2020 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það sjóði á leikmönnum Vals vegna komu Arons
Aron er að ganga í raðir Vals. Hjörvar Hafliðason segir að hann komi á láni.
Aron er að ganga í raðir Vals. Hjörvar Hafliðason segir að hann komi á láni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Aron Bjarnason er að ganga í raðir Vals. Kristján Óli Sigurðsson segir frá því í Dr. Football að leikmenn Hlíðarendafélagsins séu ekki sáttir með þessi tíðindi.

„Það sýður á leikmönnum Vals," sagði Kristján Óli. „Þeir eru að taka á sig 25 prósent launalækkun og svo er verið að fá inn gæa á alvöru samningi rétt fyrir mót. Hópurinn er alveg nógu stór til að landa öllum titlum."

Sjá einnig:
Leikmenn og starfsmenn Vals taka á sig launalækkanir

Ujpest í Ungverjalandi keypti Aron frá Breiðabliki síðastliðið sumar en hann lék frábærlega með Blikum fyrri hluta tímabils. Aron spilaði lítið með Ujpest síðustu vikurnar áður en keppni var hætt þar í landi vegna kórónaveirunnar.

Núna er hann á leið til Valsmanna. Hjörvar Hafliðason, sem stýrir hlaðvarpinu, sagði þá: „Það sem ég skil ekki er að leikmenn Vals, lykilleikmenn, eru búnir að vita af þessum viðræðum síðan í febrúar. Af hverju ættu þeir að vera ósáttir? Þeir eru að fá frábæran leikmann."

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá til orðs og sagði: „Þeir þurfa að styrkja liðið ef þeir ætla að gera betur en í fyrra. Er hann þá ekki líka að fá lægri laun heldur en hann hefði fengið í febrúar."

Hjörvar segir að Aron sé að koma á láni til Vals. „Það er ekkert verið að selja hann. Valsmenn taka þá hluta af laununum."

Blikar vildu Aron ekki aftur
Í gær sagði 433.is frá því að Breiðablik hefði ekki viljað fá Aron aftur í sitt lið. Aron var frábær með Breiðabliki í fyrra, en Kópavogsfélagið vildi ekki fá hann í sínar raðir núna.

Ágúst Gylfason þjálfaði Blika í fyrra. Hann og Óskar Hrafn Þorvaldsson skiptu svo á störfum í vetur. Ágúst tók við Gróttu og Óskar Hrafn tók við Breiðabliki. Í grein 433 kemur fram að Óskar hafi ekki viljað Aron þó að hann hafi viljað bæta kantmanni við leikmannahóp sinn.

„Ég var búinn að heyra það að Blikarnir væru búnir að ræða það á fundi að ef leikmenn væru fengnir þá væri það annað hvort Andri Fannar frá Bologna eða Kolbeinn Þórðarson," sagði Hjörvar.

Hinn 24 ára gamli Aron hefur áður leikið með Fram, ÍBV, Þrótti R. og Breiðabliki á Íslandi en hann hefur skorað 24 mörk í 113 leikjum í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner