Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. maí 2020 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestu skuldbindingu sína við að klára tímabilið
Félög ensku úrvalsdeildarinnar funduðu.
Félög ensku úrvalsdeildarinnar funduðu.
Mynd: Getty Images
Félögin 20 í ensku úrvalsdeildinni funduðu í dag um framhaldið í deildinni. Ekki hefur verið spilað í deildinni síðan 13. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Enska úrvalsdeildin sendi frá sér yfirlýsingu eftir fundinn og í henni segir meðal annars: „Í forgangi hjá ensku úrvalsdeildinni er heilsa og öryggi leikmanna, þjálfara, starfsfólks, stuðningsmanna og samfélagsins í heild."

Þá segir einnig að aðeins verði snúið aftur, til æfinga og keppni, við tilmæli stjórnvalda og eftir ráðfæringar við leikmenn og knattspyrnustjóra. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum, en skipst var á hugmyndum varðandi 'Project Restart'.

Stefnan er áfram á að klára tímabilið. „Félögin staðfestu skuldbindingu sína við að klára tímabilið 2019/20 og viðhalda þannig heilleika keppninnar."

Yfirlýsinguna má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner