Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. maí 2020 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Trippier ákærður fyrir brot á veðmálareglum
Trippier leikur með Atletico Madrid.
Trippier leikur með Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, bakvörður spænska úrvalsdeildarfélagsins Atletico Madrid, gæti átt yfir höfði sér bann fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Trippier neitar sök í málinu.

Knattspyrnusambands Englands er búið að ákæra hann, en hann hefur þangað til 18. maí til að svara ákærunni.

Þar sem hinn 29 ára gamli Trippier spilar núna á Spáni þá þarf enska knattspyrnusambandið að fara í gegnum FIFA ef hann Trippier á að fara í bann frá knattspyrnu. Trippier fór frá Tottenham til Atletico Madrid síðasta sumar.

Hann er sagður hafa brotið sömu tvær reglur og sóknarmaðurinn Daniel Sturridge sem var dæmdur í fjögurra mánaða bann frá fótbolta í mars.

Í janúar 2018 var Sturridge á förum frá Liverpool á láni og hann hjálpaði vinum og ættingjum sínum með veðmál tengd félagaskiptunum.

Fótboltamönnum- og konum á Englandi er bannað að veðja á fótboltatengda hluti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner