Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. maí 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA: Árangur í bikar telur ekki ef hætt er keppni
Mynd: Getty Images
UEFA er búið að staðfesta að ókláraðar bikarkeppnir verða ekki taldar með í útreikningi fyrir úthlutun Evrópusæta. Þetta þýðir að FC Utrecht rétt missir af Evrópu eftir að hollenska deildin var blásin af.

Staðan í Frakklandi er þó aðeins flóknari. Frakkar fá sex pláss í Evrópukeppnum þar sem þrjú efstu sæti deildarinnar fara í Meistaradeildina og næsta lið fyrir neðan í Evrópudeildina.

Það eru tvær bikarkeppnir og fá sigurvegararnir vanalega þátttökurétt í Evrópudeildinni. Lyon og AS Saint-Etienne eru í úrslitaleikjunum og eiga bæði leik við PSG í úrslitum.

Samkvæmt tilkynningu UEFA munu Lyon og Saint-Etienne því missa af Evrópusæti. Nice og Reims, sem eru í 5. og 6. sæti deildarinnar, fá þátttökurétt í staðinn.

Stjórnendur Lyon eru ósáttir með þessa ákvörðun, enda munar gríðarlega mjóu á liðunum í 5-10. sæti frönsku deildarinnar. Lyon er aðeins stigi á eftir Nice og Reims og með mun betri markatölu.

Lyon ætlar að gera líkt og Utrecht og leita réttar sins með málsókn gegn franska knattspyrnusambandinu.

Þetta þýðir að eftirsóttir leikmenn á borð við Memphis Depay, Bruno Guimaraes, Houssem Aouar, Moussa Dembele og Amine Gouiri eru líklegri til að yfirgefa félagið í sumar.
Athugasemdir
banner