Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. maí 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA samþykkir tillögu KNVB - Albert í Meistaradeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópska knattspyrnusambandið er búið að samþykkja tillögu hollenska knattspyrnusambandsins, KNVB, um að ljúka tímabilinu þar í landi. Hollensk félög fá því sæti í Evrópukeppnum á næstu leiktíð.

Deildinni var aflýst í síðustu viku en ekkert félag fær deildartitilinn. Ajax og AZ voru jöfn á toppi deildarinnar, Ajax með betri markatölu en AZ betri innbyrðisviðureignir.

AZ fær því sæti í Meistaradeild Evrópu og gætum við því séð Albert Guðmundsson á sjónvarpsskjáum næsta haust. Albert spilaði lítið á tímabilinu vegna meiðsla en tekst vonandi að láta ljós sitt skína eftir langt sumarfrí.

Þetta þýðir að Feyenoord, PSV og Willem II spila í Evrópudeildinni, en sú ákvörðun hefur verið gríðarlega umdeild í Hollandi þar sem margir telja FC Utrecht eiga skilið sæti Willem.

Willem er þremur stigum fyrir ofan Utrecht en hefur leikið auka leik. Þá komst Utrecht í úrslitaleik hollenska bikarsins sem gefur vanalega sæti í Evrópudeild. Þar átti liðið að mæta Feyenoord, sem er þegar með sæti í Evrópu.

Sjá einnig:
Hollendingar brjálaðir - Utrecht fer í mál við knattspyrnusambandið
„Mesta skömm í sögu hollenska boltans"
Hollendingar hætta keppni - Enginn meistari og ekkert lið fellur
Ajax ekki meistari en Van der Sar skilur ákvörðunina
Ziyech: Gildir markatalan ekkert núna?
Athugasemdir
banner
banner
banner