Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. maí 2020 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
United vill Grealish frekar - Bætist í kapphlaupið um Sancho
Powerade
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins, en slúðurblöðin eru með ýmsar vangaveltur. BBC tók saman þessa mola.

Manchester United vill frekar fá Jack Grealish (24), leikmann Aston Villa, heldur en James Maddison (23) frá Leicester. (Manchester Evening News)

Real Madrid og Barcelona er búið að bætast í við kapphlaupið um Jadon Sancho (20), kantmann Borussia Dortmund. Manchester United hefur einnig mikinn áhuga. (Bild)

Arsenal vill kaupa miðjumanninn Nabil Fekir (26), en mun keppni frá AC Milan um þennan leikmann Real Betis. (Marca)

Bayern München er aðeins tilbúið að greiða 60 milljónir punda fyrir Leroy Sane (24), kantmann Manchester City. (Sky Sports)

Barcelona mun ekki selja Brasilíumanninn Philippe Coutinho (27) á minna en 100 milljónir evra. Chelsea hefur áhuga á leikmanninum. (Mundo Deportivo)

Inter Milan vill kaupa Victor Moses (29) frá Chelsea, en hann er í láni hjá félaginu. Inter vill að Chelsea lækki verðmiðann sinn sem stendur núna í 10 milljónum punda. (Calciomercato)

Manchester City hefur byrjað viðræður við Barcelona um bakvörðinn Nelson Semedo (26). Joao Cancelo (25), bakvörður City, myndi fara til Barcelona sem hluta af skiptunum. (Sport)

Fernandinho (34) vill fá nýjan samning hjá Manchester City. (Sky Sports)

Ryan Fraser (26), kantmaður Bournemouth, vill fara til Tottenham þegar samningur hans rennur út í sumar. (Football Insider)

Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur látið starfsfólk félagsins vita af því að félagaskipti verða ekki í forgangi í sumar. (Standard)

Manchester United mun hafna öllum tilboðum í markvörðinn Dean Henderson (23) næsta sumar. Hann er í augnablikinu í láni hjá Sheffield United og staðið sig mjög vel þar. (ESPN)

Borja Baston (27), sóknarmaður Aston Villa, mun fara í sitt fyrrum félag, Real Zaragoza á Spáni, þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann gekk í raðir Villa í janúar á þessu ári. (Sport Aragon)

Joe Hart (33), markvörður Burnley og fyrrum markvörður enska landsliðsins, vill fara til Leeds United og er tilbúinn að taka á sig launalækkun svo að það verði að raunveruleika. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner