Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. maí 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðurkennir að Coutinho sé of dýr fyrir Leicester
Coutinho hefur verið orðaður við Leicester meðal annars.
Coutinho hefur verið orðaður við Leicester meðal annars.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho gæti verið á ferð og flugi þegar næsti félagaskiptagluggi opnar.

Coutinho er á láni hjá Bayern München frá Barcelona. Svo viðist sem Bayern ætli ekki að nýta sér kaupákvæði í lánssamningnum og mun hann því fara aftur til Barcelona eftir tímabilið. Hann er ekki sagður í plönum Barcelona heldur.

Í slúðri dagsins kom fram að Barcelona vildi fá að minnsta kosti 100 milljónir evra fyrir Coutinho.

Coutinho hefur hvað mest verið orðaður við Chelsea, en einnig hefur Leicester verið í umræðunni þar sem Brendan Rodgers er við stjórnvölinn. Rodgers þjálfaði Coutinho hjá Liverpool fyrir nokkrum árum.

Leicester er í Meistaradeildarsæti sem stendur, en Rodgers telur þrátt fyrir það að Coutinho sé ekki möguleiki fyrir félagið.

„Philippe er magnaður leikmaður með mikla hæfileika, en ég held að hann sé ekki leikmaður sem við höfum efni á," sagði Rodgers í Eamonn and the Gaffers hlaðvarpinu og bætti við: „Ég held að markaðurinn verði mjög erfiður í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner