Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. maí 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan eins og Roger Federer
Zlatan í leik með AC Milan.
Zlatan í leik með AC Milan.
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, hefur líkt Zlatan Ibrahimovic við tennisgoðsögnina Roger Federer.

Zlatan byrjaði af krafti með Milan eftir að hann gekk í raðir félagsins, áður en keppni var svo hætt á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalír vonast enn til að geta hafið keppni aftur.

Hinn 38 ára gamli Zlatan skrifaði undir samning fram á sumar, en óvissa er með framtíð hans vegna kórónuveirunnar. Pioli er að minnsta kosti mjög sáttur með Svíann.

„Ég talaði við hann, honum gengur vel," sagði Pioli um Zlatan á Instagram. „Ég segi að hann sé eins og Roger Federer, þar sem hann var fæddur með hæfileika, en hann vann á hverjum degi til þess að verða örugglega besti tennisspilari sem hefur nokkurn tímann lifað."

„Ibra segir mér að sitt eina markmið á hverjum degi sé að bæta frammistöðu sína og það sé það eina sem skiptir máli."

Zlatan hefur æft með Hammarby, félagi sem hann á 25 prósent í, í heimalandi sínu í kórónuveirufaraldrinum. Hann skoraði meðal annars í æfingaleik á dögunum.
Athugasemdir
banner