sun 01. júlí 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Boateng kemur Özil til varnar
Özil skapaði sjö marktækifæri gegn Suður-Kóreu en inn vildi boltinn ekki.
Özil skapaði sjö marktækifæri gegn Suður-Kóreu en inn vildi boltinn ekki.
Mynd: Getty Images
Þýska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og var slegið út af Suður-Kóreu í riðlakeppninni.

Eftir tapið gegn Kóreu var Mesut Özil gagnrýndur mest allra en Jerome Boateng, samherji hans í landsliðinu, segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér.

Boateng bendir á að Özil sé einfaldlega ekki sú týpa af leikmanni sem notar orkuna sína í að pressa eða berjast. Hann líti þess vegna stundum út fyrir að vera latur.

„Það er ekki hægt að skella skuldinni á einn leikmann. Allir vilja kenna Mesut um tapið, en það var ekki honum að kenna," sagði Boateng við Welt.

„Özil er listamaður með boltann, hann er ekki baráttuhundur eins og ég. Það getur litið út fyrir að hann sé ekki að leggja sig allan fram, en ég get fullvissað ykkur um að það er vitleysa og þvæla."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner