Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. júlí 2018 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Króata og Dana: Króatar fengu hvíld
Mynd: Getty Images
Króatía og Danmörk eru tvær þjóðir sem við Íslendingar teljum okkur þekkja nokkuð vel. Dani þekkjum við því þeir eru frændur okkar og Króati vegna þess að við lendum alltaf á móti þeim á fótboltamótum.

Þessar tvær vinaþjóðir okkar mætast í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag í leik þar sem ekkert verður gefið eftir. Sigurlið kvöldsins mætir heimamönnum í Rússlandi í 8-liða úrslitum.

Króatía mætir til leiks með vel úthvílt byrjunarlið þar sem flestir lykilmenn voru hvíldir í síðasta leik riðlakeppninnar, 2-1 sigri gegn Íslandi.

Ivan Perisic og Luka Modric eru þeir einu sem halda sér í króatíska byrjunarliðinu á meðan Danir gera tvær breytingar á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Frakkland í lokaumferð riðlakeppninnar.

Jonas Knudsen kemur inn í vörnina í stað Jens Larsen og þá dettur Yussuf Poulsen inn í sóknarlínuna í stað Pione Sisto.

Poulsen verður úti á kantinum, með sóknarmanninn stóra Andreas Cornelius í miðjunni og Martin Braithwaite á hinum kantinum.

Króatía: Subasic, Vrsaljko, Vida, Lovren, Strinic, Brozovic, Rakitic, Rebic, Modric, Perisic, Mandzukic

Danmörk: Schmeichel, Dalsgaard, Zanka, Kjaer, Christensen, Braithwaite, Knudsen, Delaney, Eriksen, Poulsen, Cornelius
Athugasemdir
banner
banner
banner