Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. júlí 2018 12:54
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Spánverja og Rússa: Iniesta og Cheryshev bekkjaðir
Golovin fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.
Golovin fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.
Mynd: Getty Images
Fyrri leikur dagsins í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins er afar áhugaverður þar sem heimamenn í Rússlandi taka á móti Spánverjum.

Spánverjar eru taldir til sigurstranglegustu liða keppninnar og ekki er búist við miklu af Rússum, sem sýndu þó góða takta gegn Sádí-Arabíu og Egyptalandi í riðlakeppninni.

Nokkrar breytingar eru gerðar á báðum liðum, þar sem Dani Carvajal, Thiago Alcantara og Andres Iniesta detta úr byrjunarliði Spánverja.

Nacho kemur inn í stöðu hægri bakvarðar, Koke fer á miðjuna og Marcos Asensio tekur sér stöðu á vinstri kanti.

Rússar breyta um leikkerfi frá 3-0 tapinu gegn Úrúgvæ og mæta til leiks með fimm manna varnarlínu. Mario Fernandes kemur inn í stöðu hægri bakvarðar og Yuri Zhirkov verður vinstra megin, en báðir voru þeir á bekknum í síðasta leik.

Denis Cheryshev, markahæsti maður Rússa á HM, dettur úr byrjunarliðinu rétt eins og Aleksey Miranchuk. Daler Kuzyaev og hinn eftirsótti Aleksandr Golovin taka stöður þeirra á miðjunni.

Sóknarmaðurinn stóri Artem Dzyuba heldur byrjunarliðssæti sínu framyfir Fyodor Smolov, sem skoraði tvennu síðast þegar Rússar mættu Spánverjum í 3-3 jafntefli í nóvember.

Spánn: De Gea; Nacho, Pique, Ramos, Alba; Busquets, Koke; Silva, Isco, Asensio; Costa

Rússland: Akinfeev; Fernandes, Ignashevich, Kutepov, Kudryashov, Zhirkov; Zobnin, Samedov, Kuzyaev; Golovin; Dzyuba
Athugasemdir
banner