Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. júlí 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danir skoruðu eftir „Aron Gunnarsson-innkast"
Knudsen í baráttu í leiknum.
Knudsen í baráttu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Danski bakvörðurinn Jonas Knudsen vakti mikla athygli í kvöld fyrir löng innköst sín.

Knudsen kastaði ítrekað langt þegar Danmörk tapaði gegn Króatíu í leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Innköstin minntu lýsendur finnska fjölmiðilsins Yle á innköst íslenska landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar. Reynir Þór Eggertsson, helsti Eurovision sérfræðingur þjóðarinnar, greinir frá þessu á Twitter.

Ítalski blaðamaðurinn Gabriele Marcotti sagði þetta um innköstin:

„Jonas Knudsen tekur innköst eins vel og Juninho Pernambucano tók aukaspyrnur."

Innköstin voru að virka vel fyrir Dani í kvöld og spurning hvort þeir hafi eitthvað litið á myndbönd hjá íslenska landsliðinu. Löngu innköst Arons Einars virkuðu ekki sérstaklega vel fyrir Ísland á HM, en hafa gert það mjög vel í gegnum tíðina.

Mark Dana í leiknum gegn Króatíu kom eftir langt innkast. Smelltu hér til að sjá markið og allt það helsta úr leiknum á vef RÚV.



Athugasemdir
banner
banner