Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. júlí 2018 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallgrímur Mar spáir í leik Spánar og Rússlands
Hallgrímur telur að Spánverjar komi til með að valta yfir Rússa.
Hallgrímur telur að Spánverjar komi til með að valta yfir Rússa.
Mynd: Getty Images
Í dag halda 16-liða úrslitin á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi áfram.

Fyrri leikur dagsins er leikur heimamanna í Rússlandi og Heimsmeistaranna frá 2010, Spánar.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, lykilmaður KA í Pepsi-deild karla spáir í þennan leik. Á eftir verður Hallgrímur í eldlínunni með KA gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni.

Spánn 3 - 0 Rússland (klukkan 14:00)
Ég spái þvi að Cristian Martinez og félagar frá Spáni taki þennan leik nokkuð örugglega. Þrátt fyrir fín úrslit hja Rússum í fyrstu tveimur leikjunum, þá sýndu þeir sitt rétta andlit gegn Úrúgvæ og töpuðu sannfærandi. Þeir koma til með að eiga lítið breik í þessum leik, því miður. Þessi leikur mun vera eins og allir leikir hjá Spánverjum, þeir verða 99% með boltann og ná að setja 3 mörk gegn slöku liði Rússa.

Ég segi 3-0 þar sem Isco setur 2 og síðan setur besti og nettasti varnarmaður heims Sergio Ramos líka eitt eftir fast leikatriði frá Isco.
Athugasemdir
banner
banner