Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. júlí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hetja Króatíu spilar alltaf með mynd af vini sínum
Mynd: Getty Images
Danijel Subasic er þjóðhetja í Króatíu í kvöld eftir að hafa varið þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni gegn Danmörku á HM í Rússlandi. Króatía er komin í 8-liða úrslit.

Kollegi Subasic í danska markinu stóð sig líka með mikilli prýði.

Sjá einnig:
Ætli Peter Schmeichel sé stoltasti faðir í heimi í kvöld?

Subasic fagnaði með því að fara úr treyju sinni. Subasic, sem er 33 ára og markvörður Mónakó í Frakklandi, spilar alltaf í alveg eins bol innanundir treyju sinni. Á bolnum er mynd af fyrrum liðsfélaga Subasic, Hrvoje Custic.

Custic lést í apríl 2008, aðeins 24 ára gamall. Hann lést er hann var að spila fótboltaleik með Zadar í Króatíu.

Á fyrstu mínútunum í leik gegn HNK Cibalia varð Custic fyrir höfuðmeiðslum þegar hann klessti á steyptan vegg. Custic var fluttur á spítala og settur í aðgerð. Nokkrum dögum síðar versnaði ástand hans og var hann úrskurðaður látinn 2. apríl 2008.

Subasic var í marki Zardar í þessum leik. Custic var að elta sendingu hans en síðan hann Custic lést hefur Subasic alltaf klæðst bol tileinkuðum Custic undir treyju sinni.

Smelltu hér til að lesa grein eftir Subasic þar sem hann skrifar um atvikið hræðilega. Í greininni spyr Subasic hvað hefði gerst ef hann hefði sent boltann eitthvert annað.

Degi eftir að Custic lést hét Subasic því að spila alltaf í bol honum til heiðurs.



Athugasemdir
banner
banner